Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 56
230
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Þonne wit Scilling
sclran reorde
for nncrum sigedryhtne
song ahöfan,
hlöde bi hearpan
liléoðor swinsade,
þonne monige men
mödum wlonce,
wordum sprecan,
þðþe wel cQSan,
þæt hl næfre song
séllan ne-hyrdon.
Þá er við Skillingur
skýrri röddu
fyrir okkrum sigdrottni
söng of hófum,
hvellt við hörpu
hljómar glumdu,
þá margir menn
móði þrungnir,
orðum mæltu,
þeir er allvel kunnu,
að þeir aldrei söng
sælla heyrði.
Meðan Egill Skallagrímsson var að svamla á Englandi, kunnu
þarlendir menn að yrkja með stuðlum engu síður en hann. Og það
hélzt lengi enn. En þegar kemur fram á 14. öld er þess háttar kveð-
skapur ekki í tízku lengur. Höíuðskáld landsins Chaucer horfir
suður á bóginn og yrkir undir frakkneskum háttum, en úti á lands-
byggðinni eru samtímis önnur skáld sem kveða upp á gamla móð-
inn. Einn þeirra var William Langland, sem orti Piers Plowman ó
síðara helmingi aldarinnar, síðasta stuðlað kvæði í enskum bók-
menntum sem enn er haft í minnum. En einnig á næstu öld voru
ntenn til á Englandi sem kunnu að yrkja á forna vísu, þó að nú
taki heldur að dofna yfir íþróttinni, og hún kulnar ekki út með öllu
fyrr en eftir 1500, á dögum Jóns biskups Arasonar. Það er dapur-
legt að hugsa til þessara karla sem einangraðir og óstuddir af þeim
sem forustuna höfðu í bókmenntum landsins héldu áfram að kveða
eftir fornum reglum, líkt og íslendingar gerðu á sínum norðurhjara,
þó að hvorugir vissu af öðrum. Hver veit nema þessi skáldskapur
hafi þá átt sér enn einn griðastaðinn, í íslendingabyggðum Græn-
lands? En þar hljóðna allar raddir þegar hér er komið sögu.
Á Norðurlöndum utan íslands týnast fyrr stuðlar en á Englandi.
Þeir eru þar aðeins varðveittir í ljóðmælum í fornum rúnaristum,
eins og t. d. þessari vísu, sem höggvin hefur verið á stein í Svíþjóð
til minningar um tvo bræður er hiðu bana í austurvegi:
Styrlaugur og Hólmur
steina reistu
at bræður sína
brautn næsta,
(at: eftir)