Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 57
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
231
þeir enduðust
í austurvegi,
Þorkell og Styrbjöm
þegnar góðir.
En alls staðar, líka í Noregi, virðist ljóðagerð með þessum hætti
vera úr sögunni þegar kemur fram á 13. öld.
Það sem hvervetna varð stuðluðum kveðskap að tjóni var flóð-
bylgja lokarímsins, komin sunnan úr löndum (lokarím er hér nefnt
það rím er stendur í lok braglínu og tengir hana við aðra eða
aðrar). Rím er, eins og allir vita sem lesið hafa latnesk kvæði í
skóla, ekki til í fornum kveðskap Rómverja né heldur Grikkja, en
því skýtur upp á 5. öld í ljóðagerð kirkjunnar og verður henni
samferða norður eftir álfunni. Þess má að sjálfsögðu spyrja hvort
það hafi verið þjóðunum ávinningur að þær höfnuðu fornum
bragarháttum sem sprottið höfðu upp úr sjálfum tungum þeirra, og
tileinkuðu sér hina nýju tízku. Flestir mundu ugglaust svara ját-
andi og staðhæfa að hið suðræna skáldskaparsnið hafi flutt með
sér þvílíka fjölbreytni og gróðrarmátl að ekki verði efazt um yfir-
burði þess. En ekki er þetta eindregin skoðun allra. Enginn maður
hefur haldið fram ágæti hinna órímuðu en stuðluðu hátta, forn-
yrðislags og ljóðaháttar sem við köllum, með annarri eins alvöru
og annarri eins sannfæringu og Andreas Heusler, hinn mikli sviss-
neski forustumaður í germönskum fræðum og skilningsfrömuður
íslenzkra fornbókmennta, sá maður sem meiri alúð hefur lagt við
fornan skáldskap germanskra þjóða en nokkur annar og skynjað
hann næmari listamannshlustum. Hann játar kosti lokarímsins, eink-
um hljómþýðleik þess og viðkunnanleik. Honum er auðvitað fullljóst
að það seilist víðar og getur tengt margvíslega saman ljóðlínur
innan heils erindis, þar sem stuðlunum er varnað að sameina meira
en tvær grannlínur. Lokarímið er voðfellt og notalegt, gangurinn
jafn og þýður í þeim háttum er því fylgja:
Levis ex|surgit | zephy|rus
et] sol pro|cedit | tepi|dus;
jam] terra | sinus | apelrit,
dul]core | suo | difflu|it.
Vindur blæs þýtt úr vestanátt
og vermi sólar styrknar brátt,
sú jörð er áður þoldi þraut
nú þiðin opnar móðurskaut.