Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 69

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 69
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 243 Sannast að segja eru þeir víst fleiri en margur hyggur sem ekki hafa mjög næmt stuðlaeyra. Alkunnugt er að eitt helzta skáld vort, Grímur Thomsen, átti í miklu stríði við þetta atriði íslenzkrar kvæðagerðar. Það kemur líka fyrir Benedikt Gröndal að honum skjátlast, ef til vill þó mest fyrir hroðvirkni. Altítt er að heyra upp- lesendur og söngfólk misbjóða kvæðum með röngum framburði: Húsfreyjan stóð upp /cvít eins og lík: „Höfðingjarnir úr Reykjavík!“. eða: Hve hátt hann lyftir hnakka, /cvessir brá. Menn láta sér ekki bilt við verða að syngja: Hér] andar guðs | blær og hér | verð eg svo | frjáls, þó að stuðlar heimti þungann á hér: Hér andar ] guðs blær og | hér verð eg svo ] frjáls, í] hæðir eg | berst til | Ijóssins | strauma. Og í Islenzku söngvasafni hafa menn ekki vílað fyrir sér að hnoða kvæði Sveinbjarnar Egilssonar „Fósturjörðin fyrsta sumardegi“ undir sænskt lag sem á við allt aðra hrynjandi en stuðlar kvæð- isins gera ráð fyrir. Sveinbjörn kvað: Furðu | kyrr að | fósturjarðar | vilja fjöldi | slíkur | allur þögull | stóð. Móðir [ jörð bað | manninn fram að | þylja móti | sumri | hjartalaginn | óð, og er mikil furða hversu margir hafa fengizt til að syngja það eftir Söngvasafninu án þess að finna til flökurleika: Furðu kyrr að ]fóstur|jarðar | vilja fjöldi slíkur ] allur | þögull | stóð. Móðir jörð bað | manninn [ fram að | þylja móti ] sumri | hjartalaginn | óð. En nú er kominn tími til að hið látna góðskáld fái hvíld í gröf sinni. Ólafur hvítaskáld, bróðursonur Snorra Sturlusonar, komst svo
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.