Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 70
244
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
að orði um stuðla og höfuðstafi að þeir væru „upphaf til kveðandi
þeirrar er saman heldur norrænum skáldskap, svo sem naglar halda
skipi saman er smiður gerir, og fer sundurlaust ella borð frá borði“.
Eitthvað svipað mundum við segja enn í dag ef við ættum að telja
kosti stuðlanna. Okkur mundi þá helzt verða að orði að þeir byndi
ljóðlínurnar fastar saman, skorðuðu kvæðin betur, og það hefði
aftur áhrif á alla formtilfinninguna, gerði hana öruggari og traust-
ari. Ekki mundum við heldur láta undir höfuð leggjast að geta þess
að gaman sé að kunna nú einir manna þessa ævafornu íþrótt sem
kynstofn vor hefur iðkað upp undir 2000 ár og á upptök sín langt
aftur í rammri heiðni og forneskju. Hins vegar yrði naumast nein-
um þeim manni sem borið hefur við að kveða á íslenzku orðfall ef
telja skyldi skuggahliðar stuðlanna. Hann mundi þá framar öllu
nefna að þeir gera skáldskapariðjuna hjá oss erfiðari og vanda-
samari en hjá öðrum þjóðum. Orðfæri íslenzkra ljóða hljóti að fjar-
lægjast eðlilegt mál meira en annars staðar. Utlend kvæði verði
sjaldnast íslenzkuð án þess að mikið fari forgörðum, af því að
hömlurnar séu svo sterkar, leiðin svo þröng. Og loks gæti vel verið
að einhver bætti því við að sér þættu stuðlar stundum alls ekki
fagrir, heldur jafnvel þreytandi, háværir og uppivöðslusamir, eink-
anlega í stuttum Ijóðlínum. En þegar öllu væri á botninn hvolft
þykist ég vita að mótbárurnar mundu reynast nasalæti. Því að hjá
hverjum þeim sem fengið hefur brageyra sitt mótað af íslenzkum
kveðskap er stuðlatilfinningin svo rótgróin að hann getur ekki liugs-
að sér að yrkja án þeirra. Ég hef stundum borið það við af rælni.
En mér er ekki til neins að reyna, því að ég treysti mér hlátt áfram
ekki til að heyra hvort hljómfall íslenzkrar vísu er rétt, sé hún
óstuðluð.
Stuðlarnir gera enn sem forðum kröfur til orða sem miklu varði
í setningunni. Að vísu væri ókleift í rímuðum háttum að fylgja
hnigi og risi ræðunnar með svipuðu írelsi og í fornyrðislagi eða
ljóðahætti, en hins vegar fer ekki vel að slaka svo á kröfunum að
orð sem litill eða enginn þungi ætti að fylgja í mæltu máli beri
stuðul. Samt má finna þess næg dæmi hjá skáldum:
Eg veit að allir eru flúnir úr bænum —
Sjá, auð er gatan þar sem fólkinu dvaldist.