Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 73
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 247 Og öllum niálnotendum, skáldum jafnt og öð'rum, ætti að geta komið saman um að meiri þörf er að hvessa og skerpa merkingar orðanna en að gera þær loðnar og óskýrar. Yfirleitt hygg ég að við höfum fram til þessa sopið seyðið af þeim illu áhrifum sem rímur og vikivakakvæði með sínum óhófsama dýrleik höfðu á málsmekk manna. Öllu mátti, ef svo bar undir, fórna fyrir hljóminn; merkingar orðanna mátti teygja eins og hrátt skinn, jafnvel færa myndir þeirra úr lagi. Einnig eftir að dýrleikakröfur linuðust virðist mér þess gæta meir hjá íslenzkum skáldum en annars staðar að þau telji sér heimilt að taka óþyrmilega á málinu og beita það gjörræði. íslenzkar orðabækur neyðast til að taka upp ýms orðatiltæki sem myndazt hafa í eitt skipti hjá einhverju skáldi í parraki ríms og stuðla, en aldrei verið til hvorki fyrr né síðar. Maður eins og Stephan G. Stephansson hefur haft að heiman mjög gott og upphaflegt málfar, svo sem vænta mátti af átthögum hans og kynslóð, en í kvæðum hans kveður allt of mikið að ýmiss konar tilbúningi og teygingum. Og þegar höfuðskáld eins og Einar Bene- diktsson segir þátts, hátts og mátts fyrir þáttar, háttar, máttar (í kvæðinu Kórmakur), af því að kveðandi heimtar einkvæðar myndir, ellegar bjóu fyrir bjuggu (Langspilið), af því að rírtis er þörf við dóu, þá sé ég ekki að höfð verði vægari orð en að hér sé farið langt út fyrir takmörk hins leyfilega. Að sjálfsögðu hljóta Ijóðasmiðir að veita orðum og hljómum meiri athygli en aðrir menn, og skal nú vikið lítið eitt að því efni, þó að erfitt sé viðfangs af því að smekkur manna hlítir engum algildum reglum. Jafnframt því sem íslenzk skáld hafa allt síðan í fornöld verið vandfýsin á nákvæma samhljóman í rími þar sem slíks var krafizt, hefur löngum þótt vel fara að breyta til þar sem því varð við komið. Snorri Sturluson lætur þess getið að fegra þyki að nota mismunandi sérhljóð í stuðlum. Eftir þeirri fornu reglu væru línurnar: Standið fjarri; allt er orðið hljótt, eilíft, heilagt, fast og kyrrt og rótt betur kveðnar en: yftburð sé eg anda mínum nær, aldir þó að liðnar séu tvær.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.