Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 75
TÍMARIT MÁLS OG MENNINCAR 249 Hér rímar annars vegar nefnifall karlkynsorðs og þágufall tölu- orðs, hins vegar lýsingarorðsmynd og nútíð sagnar. En fyrsta vísa í sama mansöng er að þessu leyti fáskrúðugri: Eins og fjalla efst frá tindum ógurlegur klettur riðar, sem í falli, frárri vindum, foldar vega sundur niðar. Hér er lindum og vindum, riSar og niðar hvort um sig nákvæm- lega hliðstæðar orðmyndir. Þvæld rím eru alkunnugt vandamál hverrar tungu þar sem ljóða- gerð er ekki lengur í bernsku. Nafntogað eða réttara sagt alræmt er á dönsku og sænsku hjerte og smerte, hjdrta og smdrta. Ef ís- lenzkt skáld setur orðið ást í rímstöðu eru lesendur illa sviknir ef hann fer ekki bráðum að þjást eða minnast á eitthvað sem brást. Ef minnzt er á borg eru allar líkur til að torg sé í aðsigi. Meðan íslendingar kváðu drottningakvæði var það ekki efamál að fram- arlega í fyrsta erindi var rímað saman drottning og lotning. Það verður ekki talið íslenzku til gildis að hún sé vel fallin til mikillar sundurgerðar á sviði rímsins, af því að orðaforði hennar er mest- allur samkynja og einnar ættar. Frændþjóðir vorar á Norðurlöndum hafa, svo sem kunnugt er, ekki látið sér fyrir brjósti brenna að gína yfir fjölda erlendra orða, sem við höfum verið harla ófúsir að hleypa inn, og því er ekki að leyna að tökuorð, einkum rómönsk, geta oft í ljóðum þeirra skapað tilbreytingu sem við eigum ekki kost á að neyta. Ofan á þetta bætist sú staðreynd að hjá okkur gildir það ósveigjanlega áherzlulögmál að heimta einlægt mestan þunga á framsamstöfu orðsins. Ef við segðum priníessa með áherzlu á annarri samstöfu eins og Svíar, væri okkur hægðarleikur að koma þessu orði fyrir í ljóðum á líkan hátt og Fröding: Och tank den fagra prinsessan, som gick förbi har i jáns och hade lengult om hjássan, hon vore allt mat för máns. En eins og við kveðum að orðinu er það einstæðingur í málinu og verður ekki fellt í rím. Sama máli er að gegna utn mörg tökuorð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.