Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Blaðsíða 75
TÍMARIT MÁLS OG MENNINCAR
249
Hér rímar annars vegar nefnifall karlkynsorðs og þágufall tölu-
orðs, hins vegar lýsingarorðsmynd og nútíð sagnar. En fyrsta vísa
í sama mansöng er að þessu leyti fáskrúðugri:
Eins og fjalla efst frá tindum
ógurlegur klettur riðar,
sem í falli, frárri vindum,
foldar vega sundur niðar.
Hér er lindum og vindum, riSar og niðar hvort um sig nákvæm-
lega hliðstæðar orðmyndir.
Þvæld rím eru alkunnugt vandamál hverrar tungu þar sem ljóða-
gerð er ekki lengur í bernsku. Nafntogað eða réttara sagt alræmt
er á dönsku og sænsku hjerte og smerte, hjdrta og smdrta. Ef ís-
lenzkt skáld setur orðið ást í rímstöðu eru lesendur illa sviknir ef
hann fer ekki bráðum að þjást eða minnast á eitthvað sem brást.
Ef minnzt er á borg eru allar líkur til að torg sé í aðsigi. Meðan
íslendingar kváðu drottningakvæði var það ekki efamál að fram-
arlega í fyrsta erindi var rímað saman drottning og lotning. Það
verður ekki talið íslenzku til gildis að hún sé vel fallin til mikillar
sundurgerðar á sviði rímsins, af því að orðaforði hennar er mest-
allur samkynja og einnar ættar. Frændþjóðir vorar á Norðurlöndum
hafa, svo sem kunnugt er, ekki látið sér fyrir brjósti brenna að gína
yfir fjölda erlendra orða, sem við höfum verið harla ófúsir að
hleypa inn, og því er ekki að leyna að tökuorð, einkum rómönsk,
geta oft í ljóðum þeirra skapað tilbreytingu sem við eigum ekki
kost á að neyta. Ofan á þetta bætist sú staðreynd að hjá okkur gildir
það ósveigjanlega áherzlulögmál að heimta einlægt mestan þunga
á framsamstöfu orðsins. Ef við segðum priníessa með áherzlu á
annarri samstöfu eins og Svíar, væri okkur hægðarleikur að koma
þessu orði fyrir í ljóðum á líkan hátt og Fröding:
Och tank den fagra prinsessan,
som gick förbi har i jáns
och hade lengult om hjássan,
hon vore allt mat för máns.
En eins og við kveðum að orðinu er það einstæðingur í málinu og
verður ekki fellt í rím. Sama máli er að gegna utn mörg tökuorð