Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 76
250 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR önnur. Orð eins og stúdent, Berlín, París mundu með áherzlu á síðari samstöfu falla greiðlega inn í íslenzkar rímrunur: mennt, kennt, sent; lín, vín, skín; ís, rís, vís o. s. frv. En eins og sakir standa er okkur þess varnað að koma þeim við í rími. Og þó er hér sem ella að líkn leggst með þraut. Eitt íslenzkt skáld hefur rímað sam- an ‘deliríum’ og ‘keliríum’, og ef við svipumst til annarra þjóða getum við með sanni sagt: Fár mun eftir leika! Sá sem vel vandar til orðfæris síns mun jafnan veita því sérstaka gát að orðin falli vel hvert að öðru. Yfirleitt mun reynast heppi- legt að forðast sem mest að skipa saman tveimur orðum þar sem hið fyrra endar á sama hljóði sem hið næsta byrjar, því að þá hættir orðaskiptunum til að verða óglöggum. Ekki er lipurt að láta sam- hljóðendur þyrpast, eins og í línunni: hve íslenzk menning reyndisí stundum smá. Slíkt heyrist bezt ef lesið er hátt. Altítt er í skáldskap vorum að endingarsérhljóð hverfi á undan öðru sérhljóði í upphafi næsta orðs. Þetta er í samræmi við mælt mál, en tíðkast ekki hjá nágrannaþjóðunum; aftur fara ítalir svip- að að, en þó skilst mér að þeir láti ekki fyrra hljóðið týnast með öllu í framsögn, á sama hátt og okkur mun tamast. Mér virðist svo sem íslenzk skáld fari oft fulllangt í þessu efni. Það kemur þrá- faldlega fyrir að ending er nauðsynleg til fulls skilnings á orð- mynd, og þá má hún illa niður falla:: Þóttj furða | kunni að | þvkja um | leirsins | lið, sú] list er | gefin | sumu að | talast | við. Hér getur hvorki kunn’að né þykj’um valdið misskilningi. En sum’að fer ekki vel, því að sú ending sem úr er felld má ekki missa sig ef hlutverk orðsins í setningunni á að vera ljóst. Lesandinn sér að vísu að í bókinni stendur surnu, en ekki sum. En ljóð eru ekki ætluð lesandi mönnum einum. Úr sama kvæði, þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á Ómari Kajjam — ég vil taka fram að mér finnst margt í henni hafa tekizt ágæt- lega — má og tilfæra tvö dæmi önnur: 1. er] Móses | bregður | ljósri | hendi á | loft úr] laufi, og | Jesús | andar | milt frá | grund.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.