Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 76
250
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
önnur. Orð eins og stúdent, Berlín, París mundu með áherzlu á
síðari samstöfu falla greiðlega inn í íslenzkar rímrunur: mennt,
kennt, sent; lín, vín, skín; ís, rís, vís o. s. frv. En eins og sakir standa
er okkur þess varnað að koma þeim við í rími. Og þó er hér sem
ella að líkn leggst með þraut. Eitt íslenzkt skáld hefur rímað sam-
an ‘deliríum’ og ‘keliríum’, og ef við svipumst til annarra þjóða
getum við með sanni sagt: Fár mun eftir leika!
Sá sem vel vandar til orðfæris síns mun jafnan veita því sérstaka
gát að orðin falli vel hvert að öðru. Yfirleitt mun reynast heppi-
legt að forðast sem mest að skipa saman tveimur orðum þar sem
hið fyrra endar á sama hljóði sem hið næsta byrjar, því að þá hættir
orðaskiptunum til að verða óglöggum. Ekki er lipurt að láta sam-
hljóðendur þyrpast, eins og í línunni:
hve íslenzk menning reyndisí stundum smá.
Slíkt heyrist bezt ef lesið er hátt.
Altítt er í skáldskap vorum að endingarsérhljóð hverfi á undan
öðru sérhljóði í upphafi næsta orðs. Þetta er í samræmi við mælt
mál, en tíðkast ekki hjá nágrannaþjóðunum; aftur fara ítalir svip-
að að, en þó skilst mér að þeir láti ekki fyrra hljóðið týnast með
öllu í framsögn, á sama hátt og okkur mun tamast. Mér virðist svo
sem íslenzk skáld fari oft fulllangt í þessu efni. Það kemur þrá-
faldlega fyrir að ending er nauðsynleg til fulls skilnings á orð-
mynd, og þá má hún illa niður falla::
Þóttj furða | kunni að | þvkja um | leirsins | lið,
sú] list er | gefin | sumu að | talast | við.
Hér getur hvorki kunn’að né þykj’um valdið misskilningi. En
sum’að fer ekki vel, því að sú ending sem úr er felld má ekki missa
sig ef hlutverk orðsins í setningunni á að vera ljóst. Lesandinn sér
að vísu að í bókinni stendur surnu, en ekki sum. En ljóð eru ekki
ætluð lesandi mönnum einum.
Úr sama kvæði, þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á Ómari Kajjam
— ég vil taka fram að mér finnst margt í henni hafa tekizt ágæt-
lega — má og tilfæra tvö dæmi önnur:
1. er] Móses | bregður | ljósri | hendi á | loft
úr] laufi, og | Jesús | andar | milt frá | grund.