Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 82

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 82
256 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR slíks eru varla dæmi um vesturevrópiskan þjóðflokk síðan verzlun hefst í álfuniii uppúr byrjun 12. aldar, þá nærðist hugur þessa vesala fólks jafnan á hetjusögunni, hinni fjarlægu minningu um þá sveiflu, sem varð í lífi norrænna manna fyrir 1000—1200 árum, þegar þessir barbarar hófust og gerðust höfuðþjóð um skeið, með- an Vesturevrópa lá í dái, en sú minning varð síðan að íslenzkum skáldskap á 13. öld. Vanhaldnir og kúgaðir halda þessir bændur og fiskimenn áfram að vera í ímyndun sinni kappar og kynbornir menn. Trúin á hetjusöguna er það fjöregg, sem þjóðin varðveitti gegn um alla kröm niðurlægingarinnar. Og þó þrettánda öldin hafi selt land og lýð í hendur útlendum herrum, var það sú sama öld, sem gaf oss þetta fjöregg, þennan björgunarfleka, hetjusöguna sem siðferðismælikvarða og trúarbrögð. Hefði þessi bæklaða, úrættaða, útþrælkaða, pestriðna hungurþjóð ekki trúað hún væri víkingar, hetjur og dulklæddir konungmenn, mundum vér ekki vera sjálfstætt lýðveldi í dag. Menn segja öll blekking sé af hinum vonda, en í þessu falli var hún sannarlega lán vort; og eitt er víst, ekki eigum vér viðreisn vora kristindómnum að þakka, því hann boðaði aldrei annað en samþykki við niðurlæginguna og undirgefni undir okið, gerandi til vor þá höfuðkröfu að kyssa vöndinn. Víkingurinn er ræningi og miljónamæringur fornaldarinnar, kúgari varnarlausra manna, ofbeldismaður, brennuvargur og morð- ingi; ein skemmtun hans er sú að kasta börnum á spjótsoddum. í augum hans er það fyrirlitlegur starfi þræla og kotunga að draga fiska og teygja svín að solli. Engin furða þó víkingar þessir, sem álitu það „drengilegra að afla fjár en róa til fiska“, vitnuðu með fyrirlitningu til íslands sem „veiðistöðvar“. Hvað getur ólíkara vík- ingum en hinn lágkúrulegi armóður 19. aldar, sem þó er kölluð end- urreisnaröld: það var steigurlæti og eyðsla að kaupa sér lampa, (þó var brennivín nauðsynjavara), fólk „brauzt í að eignast beizli“, það átti ekki einu sinni léreftsdulu í nálín utan á sjórekin lík sín, og áleit það, allt samkvæmt Pabba og mömmu, einhvern helzta munuð þessa lífs að mega jóðla á skrotóbaki stöku sinnum. En — sjórinn er hinn sami, hættur hafsins jafn æsilegar, róður fiski- mannsins miðar til fengs engu síður en leiðangur víkingsins. Hetju- skapur við fiskveiðar, sem er óþekkt hugmynd í fornsögum íslend-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.