Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 84
258 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR félag í afskekktu héraði, til að koma fram einhverri smávegis endurbót, er það fyrr en varir orðið voldugt þjóðheillafélag; þeir láta ryðja götu, og allt í einu er þar komin þjóðbraut; þó þeir geri ekki annað en gróðursetja nokkrar plöntur að gamni sínu, er þar bráðum risinn þjóðfrægur skrúðgarður; og svo framvegis. Tryggvi Gunnarsson var einn af þessum mönnum hinnar farsælu handar. Það sem ég kalla réttskyn manns er náskylt hinni farsælu hönd, ef til vill hið sama. Þessir menn virðast ævinlega skynja af eðli, hvað rétt er í hverjum hlut, hverju máli, og fylgja því heilabrotalaust eins og ekkert annað gæti komið til greina. Þeir nálgast sérhvert verkefni réttumegin. Þeir villast ekki. Þeir vita alltaf hvað er óhætt, hvernig forðast skal tjón. Þessvegna lenda þeir ekki í háska þó þeir hætti sér út í það, sem fyrir almenningssjónum er ófæra. Aðra, jafnvel miklu greindari menn á almenna vísu, skortir þetta skiln- ingarvit þó þeir hafi áræði, og fyrir bragðið rekast þeir á, jafnvel þar sem engin bein hætta virtist á ferðum, bíða skipbrot, slasast, drepa af sér menn, farast. Réttskynið grundvallast á einhverju mjög upprunalegu næmi fyrir umhverfinu, einhverjum ákaflega fíngerðum viðbragðshæfileik þó búa kunni í „skörpum belg“, ef til vill aðeins enn næmri skilningarvitum en gerist, til þess hentum að gera hinn útvalna að herra umhverfis síns. Þó Guðmundur í Eyjarhólum virðist fífldj arfasti sjósóknari austanverðrar suður- strandar og leggja til gamans sér í hverja svaðilförina annarri ægi- legri, er hann aldrei í hættu. í ofviðri á æstu hafi er jafnöruggt í kringum hann á þessu litla horni, Péturseynni, eins og heima á palli. Hann þekkir sjóinn, veðrið, skip sitt, menn sína og sjálfan sig alveg nákvæmlega hógu vel til að vita, hvað hann má í hverju tilfelli. Og þetta réttskyn hans nær lengra en til hins hlutræna um- hverfis, sjávar, lands, veðurs. í málinu út af sölu Sólheima, sem heilt hérað er við flækt, þar sem fáfróðir huglausir öreigabændur standa annarsvegar, hinsvegar yfirvald, höfðingjar, auður og lög- þekking, finnur hann frá upphafi hvað rétt er og hvernig sækja skal, er ekki í rónni fyrr en málsókn er komin á rekspöl, sparar sér enga fyrirhöfn, ferðast fram og aftur um landið á Móskjóna sín- um vegna málsins, af þessari einkennilegu ástríðu manns, sem skynjar hið rétta og hefur ekki viðþol nema það nái fram að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.