Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 87
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
261
friðarsamningnum í Kiel á því örlagaríka ári varð hlutskipti Fær-
eyja hið sama og Islands, og var það í rauninni fyrsta brotið á
meginreglum lýðræðisins, þar eð þessar tvær þjóðir, íslendingar og
Færeyingar, voru ekki hafðar með í ráðum. Hins vegar er mjög lýs-
andi dæmi um stjórnlist þeirra tíma, að staðreyndir sögunnar af-
hjúpa það, sem gert var þá, sem mjög litla stjórnkænsku.
Strax tveimur árum síðar kom í ljós, að það var orðin breyting
á. Lögþingið var lagt niður, og kom fyrst saman aftur árið 1852
og var þá aðeins svipur hjá sjón borið saman við það, sem áður
var. Arið 1850 verður atburður, sem ekki er heldur í samræmi við
meginreglur lýðræðisins. Danski Ríkisdagurinn samþykkti stjórnar-
skrá og kosningalög fyrir Færeyjar, án þess að leita samþykkis
þeirra. Þetta hefur haft mikil áhrif í færeyskum stjórnmálum, því
að Sjálfstjórnarflokkurinn hefur haldið Jrví fram, að við það hafi
eyjarnar í raun og veru verið innlimaðar í danska ríkið. Skemmti-
legt er að athuga þá einkennilegu afstöðu, sem danski Ríkisdagur-
inn tók þá til svo mikilvægs máls sem samþykki stjórnarskrár er.
Forleikurinn að þessum ólýðræðislegu ráðstöfunum var sá, að árið
1847 höfðu Færeyingar látið greinilega í ljós, að þeir óskuðu ekki
eftir sæti í danska Ríkisdeginum, en vildu hins vegar fá sitt eigið
þing og stjórn inn í landið.
Dönsku Ríkisdagstíðindin sanna, að þingmenn voru langt frá að
vera sammála um, að þetta skref væri stigið. Eftir miklar umræður
var frumvarpið samþykkt í Þjóðþinginu með 51 atkvæði gegn 20.
Af þessum Ríkisdagstíðindum sést, að Færeyingar hafa átt ágæta
málsvara í hópi danskra þingmanna. í Landsþinginu var hinn gáfaði
lögfræðingur A. S. Orsted ákveðinn andstæðingur frumvarpsins.
Hann sagði m. a., að frumvarp um stjórnarskrá væri ekki formlegt
eða gilt fyrr en viðkomandi þjóð hefði verið spurð ráða, og Færeyj-
ar og Danmörk hefðu aldrei fyrr haft sameiginlega löggjöf. Samt
sem áður var frumvarpið samþykkt í Landsþinginu. í Þjóðþinginu
voru menn, ágætir menn, sem töluðu ákveðið gegn því, að þetta
skref væri stigið, svo sem Barfoed, Jespersen, Tcherning, Sörensen
og Grundtvig. Eg get ekki látið hjá líða að skýra frá orðaskiptum,
sem urðu í Þjóðþinginu, þegar þetta mál var til umræðu. Sá sem
verstur var í garð Færeyinga var Monrad. Hann reyndi að teljá