Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 96
270
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Svona getur snilligáfa mannanna stundum leitt þá inn á undarlegar
brautir. Vegir guðs eru órannsakanlegir.
Að öllu þessu athuguðu verðum við að draga þá ályktun, að rit-
málið drottni yfir hinu mælta. Ef hinu mælta máli er að hraka, þrátt
fyrir allt, sem gert er til að halda því í horfinu, þá er eitthvað öðru-
vísi en vera á um hið ritaða mál. En gera verður ráð fyrir, að
blaðamenn, fræðimenn og rithöfundar rísi upp og segi í einum
kór: Sjá, saklaus er ég, af blóði hins réttláta.
Arfur eymdarinnar
Á niðurlægingartímum þjóðarinnar var kanselístílnum prangað
inn á hana^ Allt sem hin aðframkomna þjóð átti að gera, eða ógert
að láta, var birt henni í þessum skipunar- og vindbelgingarstíl. Ætla
mætti, að þessi arfur eymdarinnar væri nú að fullu eyddur og að
leifurn hans hefði verið komið fyrir kattarnef um leið og lýðveldið
var endurreist.
En slíku er þó ekki til að dreifa. Við lumum á þessu óféti enn
þann dag í dag.
011 svokölluð opinber erindi eru sett saman í þessum stíl — lög,
reglugerðir og hvers konar boð og bönn. Þetta ætti nú að vera nóg.
En kanselístíllinn kemur víðar við sögu. Blaðamenn nota liann
mikið, sérstaklega ef þeim er mikið niðri fyrir, eða þegar þeir vilja
vera hátíðlegir. Sömuleiðis fræðimenn. Rithöfundar, sem vilja sverja
fyrir sanmeyti við óhollar stefnur, nota kanselístílinn, þetta niður-
lægingartákn íslenzkrar bókmenningar, til að sanna með hreinleik
sálar sinnar og jafnframt sem vopn gegn spillingu málsins og bók-
menntanna. Kanselístíllinn hefur haft mikil og ill áhrif á málfar al-
þýðu. Fundargerðir, tillögur og ályktanir eru settar saman undir
áhrifum hans. I daglegu tali gætir hans helzt, þegar einhver vill
setja sig á háan hest, eða sýnast meiri maður en hann raunveru-
lega er.
Mörgum alþýðumanni hættir við, þegar hann skrifar sendibréf,
að setja það saman í hálfgerðum kanselístíl. Þetta stafar þó venju-
lega ekki af hroka, heldur blátt áfram af því, að menn halda í ein-
feldni sinni, að það sé eitthvað fínna en þeirra eigið tungutak.
Það mætti segja mér, að margur maður heíði misst af góðu