Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 99
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 273 þeir séu seint og snemma að velta fyrir sér þessu völundarsmíði, sem þeir kalla þjóðarsál. FólkiS í upphafi þessa máls var að því vikið, hve alþýðumönnum yxi í augum að rita sitt eigið móðurmál. Eg get ekki dregið lengur að kveða upp úr með það alveg um- búðalaust, að skoðun þessi byggist á hvimleiðum misskilningi. Ekkert á að vera auðveldara fyrir hvern mann með meðalgreind, eða tæplega það, en að segja í rituðu máli það, sem hann þarf að segja. Hin dularfulla vanmáttarkennd gagnvart ritináli, sem liggur eins og mara á alþýðufólki, stafar af því, að ritmálið er orðið svo frábrugðið því máli, sem alþýðan mælir og hefur fullt vald á. Al- þýðumaðurinn finnur það réttilega, að hann getur með engu móti náð valdi yfir venjulegu ritmáli. Eru mörg dæmi um misheppnaðar tilraunir af því tagi. Það er bæði illt og broslegt, þegar alþýðumaður, algerlega óvanur ritstörfum, sezt niður og skrifar blaðagrein og tekur sér til fyrir- myndar það leiðaraformið, sem hann hefur tekið ástfóstri við, (t. d. ef Framsóknarbónda langar til að skamma kommúnista). Greinin verður þá léleg endursögn leiðarans eða öllu heldur skopmynd. Ekki verður útkoman betri, ef fræðimaður er tekinn til fyrir- myndar. Þó kastar fyrst tólfunum, ef fólk ætlar að gera sig hátíðlegt og skrifa um hversdagsleg efni eins og skáld eða rithöfundar af guðs náð. Það kemur stundum fyrir, að alþýðukonur, sem taka sér penna í hönd, festa sig í þess háttar feni. Hjá öllum þessum skerjum er tiltölulega auðvelt að sigla. Galdur- inn er ekki annar en sá að nota sín eigin orð og segja sína (en ekki annarra) meiningu með þeim. Margir munu ef til vill ímynda sér, að þeir geti höndlað andann, ef þeir lesa með andakt og kostgæfni verk einhvers nútímahöfundar. En slíkt getur bara orðið til bölvunar. Því fylgir sem sé sú hætta að lenda á galeiðu höfundarins, — eins og þegar Þórbergur lenti á stefjagaleiðu Einars Benediktssonar forðum daga, — en engin trygging fyrir því, að allir verði eins heppnir og hann að detta út- byrðis eina regnkalda rosanótt. Vítin eru líka til að varast. Margir 18
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.