Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 99
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
273
þeir séu seint og snemma að velta fyrir sér þessu völundarsmíði,
sem þeir kalla þjóðarsál.
FólkiS
í upphafi þessa máls var að því vikið, hve alþýðumönnum yxi
í augum að rita sitt eigið móðurmál.
Eg get ekki dregið lengur að kveða upp úr með það alveg um-
búðalaust, að skoðun þessi byggist á hvimleiðum misskilningi.
Ekkert á að vera auðveldara fyrir hvern mann með meðalgreind,
eða tæplega það, en að segja í rituðu máli það, sem hann þarf að
segja. Hin dularfulla vanmáttarkennd gagnvart ritináli, sem liggur
eins og mara á alþýðufólki, stafar af því, að ritmálið er orðið svo
frábrugðið því máli, sem alþýðan mælir og hefur fullt vald á. Al-
þýðumaðurinn finnur það réttilega, að hann getur með engu móti
náð valdi yfir venjulegu ritmáli. Eru mörg dæmi um misheppnaðar
tilraunir af því tagi.
Það er bæði illt og broslegt, þegar alþýðumaður, algerlega óvanur
ritstörfum, sezt niður og skrifar blaðagrein og tekur sér til fyrir-
myndar það leiðaraformið, sem hann hefur tekið ástfóstri við, (t. d.
ef Framsóknarbónda langar til að skamma kommúnista). Greinin
verður þá léleg endursögn leiðarans eða öllu heldur skopmynd.
Ekki verður útkoman betri, ef fræðimaður er tekinn til fyrir-
myndar. Þó kastar fyrst tólfunum, ef fólk ætlar að gera sig hátíðlegt
og skrifa um hversdagsleg efni eins og skáld eða rithöfundar af guðs
náð. Það kemur stundum fyrir, að alþýðukonur, sem taka sér penna
í hönd, festa sig í þess háttar feni.
Hjá öllum þessum skerjum er tiltölulega auðvelt að sigla. Galdur-
inn er ekki annar en sá að nota sín eigin orð og segja sína (en
ekki annarra) meiningu með þeim.
Margir munu ef til vill ímynda sér, að þeir geti höndlað andann,
ef þeir lesa með andakt og kostgæfni verk einhvers nútímahöfundar.
En slíkt getur bara orðið til bölvunar. Því fylgir sem sé sú hætta
að lenda á galeiðu höfundarins, — eins og þegar Þórbergur lenti
á stefjagaleiðu Einars Benediktssonar forðum daga, — en engin
trygging fyrir því, að allir verði eins heppnir og hann að detta út-
byrðis eina regnkalda rosanótt. Vítin eru líka til að varast. Margir
18