Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 100
274
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hinna yngri rithöfunda þræla nú á stílgaleiðu Kiljans og virðast
ekki geta losnað þaðan, þótt þeir fegnir vildu.
En þeim sem finnst sig skorta orð til að segja með það, sem þeir
vildu sagt hafa, skal á það bent, að tala bara við fólkið, sem þeir
lifa og hrærast með, og þeir munu brátt komast að raun um, að
það lumir á óþrjótandi orðaforða. Það talar lifandi tungu, mótaða
og herta í lífsbaráttu margra alda. Gamla kynslóðin verður bezti
kennarinn, og því betri sem hún les minna af rituðu máli síðustu
ára. Ef eitthvað þætti á skorta urn fullt vald yfir málinu, eftir að
hafa hlerað þannig eftir tungutaki samferðafólksins, væri reynandi
að lesa nokkrar þjóðsögur — draugasögur, huldufólkssögur og
galdrasögur. Þar streymir mál alþýðunnar fram, eins og tær berg-
lind. Ekki myndi það spilla að bæta nokkrum húslestrum meistara
Jóns ofan á milli, til þess að tryggja nálægð andans.
Sá sem ekki getur sagt allt, sem hann þarf og vill, eftir að hafa
gengið í gegnum slíkan skóla, ætti ekki að gera sér miklar vonir um,
að heilagur andi stigi niður til hans, þótt hann stauti sig fram úr
einhverju af bókmenntum síðustu ára, í þeirri trú að verða rithöf-
undur að lestrinum loknum.
Hinir útvöldu
Eins og áður er að vikið, er alltaf verið að bollaleggja um spill-
ingu tungunnar. Það eru talin upp öll möguleg og ómöguleg mein,
sem þjá okkar ástkæra ylhýra mál.
En mitt í öllu þessu róti virðist ekki ein einasta sál hafa komið
auga á það, að mikið djúp er að staðfestast milli mælts máls og
ritaðs, þótt mælt mál liggi undir miklum og sívaxandi átroðningi
frá hinu ritaða.
Það er ekki einungis, að mennirnir, sem skrifa fyrir fólkið, blaða-
menn, fræðimenn og rithöfundar, séu sneyddir öllum skilningi á
lífsviðhorfum og högum hins vinnandi lýðs, heldur hafa þeir líka
týnt tungu alþýðunnar, sem ól þá og kom þeim til manns. Þeir hafa
fundið upp vélrænt gervimál, sem þeir árla og síð salla niður yfir
saklaust alþýðufólk.
Fólk, sem vinnur hörðum höndum, mótar málfar sitt á hverjum
tíma og á hverjum stað í samræmi við þær aðstæður, sem það lifir