Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 109
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 283 fyrr eða síðar. Oft hefur meira að segja verið ritað gáfulega, hófsamlega og Tneð verðskulduðu lofi um bókina í Suðurríkjablöðum, sem við höfum þó lært að skoða sem hin hættulegustu virki suðrænna bábilja. Bannið á Strange Fruit átti sér ekki stað í Suðurríkjunum, það átti sér stað í Boston.... Rúmsins vegna er ekki hægt að birta nema mjög lítið úr hinni ágætu grein Bernards De Voto. Hann sýnir fram á, að bannið hafi verið ólöglegt, aðeins samtök milli ráðandi manna, sem liafa lögregluna á valdi sínu. Síðar í greininni segir hann: ....Enginn bóksali í Boston selur bókina, vitandi það, að næði lögreglan honum, þá kæmi verzlunarfélagið ekki til hjálpar. (Bóksalarnir eru frjálsir að gera hvað sem þeir vilja, sagði formaður bóksalafélagsins við mig, en fé- lagið hefur gert allt, sem í þess valdi stendur.) Allir eru ánægðir. Málið hefur verið leitt til lykta í algerum kyrrþey, ótruflað jafnt af opinberum fyrirmæl- um sem af athygli fjöldans. Engin opinber ritskoðun hefur átt sér stað, engr- ar almennrar andstöðu hefur orðið vart, lögreglan er róleg, bóksalarnir ör- uggir, og þó að frelsi einhvers Bostonbúa eða einhvers rithöfundar hafi verið skert, skiptir Boston sér ekki af því. I þessu sambandi verður að gera sér grein fyrir, að bókmenntir eru ekki mikilvægt atriði fyrir Bostonbúa. Það eru um sjötíu og fimm ár síðan nokk- urrar almennrar virðingar fyrir bókmenntum liefur orðið vart þar og full fimmtíu ár síðan nokkur áhugi hefur fundizt þar á slíku. Vitanlega eru gróða- vænlegar bækur virtar þar, og enn eru möguleikar fyrir rithöfund að verða virtur þar og jafnvel dáður fyrir yfirburði á skíðum eða sem veiðimaður, einnig ef hann auðgast á kauphallarviðskiptum eða ef postulínssafn hans eða jafnvel ástamál vekja umtal í blöðum, en fyrir hvoru tveggja er borin mikil virðing í Boston. Hinsvegar er óhugsandi, að bókmenntir veki almennar um- ræður hér. Sú var tíðin, að menn eins og Ralph Waldo Emerson og Henry Thoreau gátu vakið almenna andstöðu gegn hanni bókar eins og Leaves of Grass eftir Whitman, en það eru mörg ár síðan. Það verður að skiljast, að Stiange Fruit er ekki bönnuð vegna æsingamáls þess, er bókin tekur til meðferðar. Það er satt, að kynþáttahatur fer vaxandi í Boston, eins og ég mun gera að umtalsefni í síðari greinum, en við erum mjög umburðarlyndir, þegar deilt er um negravandamálið í öðrum landshlut- um. Með þeirri framkomu erum við að lifa eftir gömlum venjum. Hinn sanni umbótamaður í Boston var verksmiðjueigandi, sem tók sér mjög nærri þræla- liald í Georgíu, eins og Thoreau sagði, eða lögfræðingur í borgarráðinu, sem þráir að koma á þjóðfélagslegu réttlæti á Filippseyjum, eins og Thoreau hefði orðað það, ef hann hefði lifað lengur. Ástæðan fyrir banni þessarar bókar var alls ekki hið viðkvæma mál, sem hún tekur til meðferðar, ástir milli hvíts manns og negra, hún var kvnferðisleg. Ástæðan var í rauninni þrjár kyn- ferðislega opinskáar línur bókarinnar. Formaður bóksalafélagsins hefur sagt mér, að hann gæti tryggt útgefandanum sölu bókarinnar í Boston, ef höf- undurinn vildi strika út einar þrjár línur. (Ég spurði hann, livort hann liti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.