Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 112
(
STRANGE FRUIT
Tóljti kajli sögunnar
Ejtir Lillian Smith
Maxvell var á hans bandi. Þegar Bróðir Dönvúddí hafði kunn-
gert ákvörðun Treisis um að sækja sunnudagsguðþjónusturnar,
námu rnenn staðar til að taka í höndina á honum, eins og hann
hefði verið lengi fjarverandi, en kæmi nú heim aftur, hlaðinn heið-
ursmerkjum. Já, á strætinu hinkruðu menn við, tóku í höndina á
honum og sögðu tafsandi: „Þetta var ágætt, Treisi, fyrirtak.“ Eða
þeir gripu í höndina á honum eftir guðsþjónustuna og hvísluðu
bjálfalega: „Guð blessi þig.“ Og konur snertu handlegg hans með
móðurlegri ástúð og létu lófana hvíla við hann andartak eins og
þær vildu ekki sleppa því, sem hafði verið svo lengi á leiðinni til
þeirra. Og alltaf var Dóra við hlið hans, brosandi og hrokkinhærð
og björt og trú. Glöð yfir þessum sigri sínum. Því það var sagt,
að þetta væri Dóru að þakka. Það voru áhrif litlu Puseidótturinnar,
sem höfðu afrekað þessu. Hún er ágæt, sögðu menn. Hún verður
Treisi áreiðanlega góð kona, betri en hann á skilið, sögðu þeir.
Þegar þau sátu um kvöldið í rólubekknum á forsvölum Pusei-
hússins, hafði Dóra komið fast að honum. Róluhekkurinn hafði
sigið fram og aftur í myrkrinu með marrandi hreyfingu, og Dóra
hafði færzt nær honum. Hún hafði lagt líkama sinn fast að honum,
í nærnri snertingu. Það var ekki mjúkur líkami í ómældri gnægð,
sem hún gaf honum eða tók frá honum, heldur í nákvæmu hlutfalli
við kunningsskap þeirra. Við megum gera svona mikið núna, sagði
líkami hennar, þegar hann þrýsti sér að honum, svona tnikið. Dálít-
ið meira, þegar við erum gift.
Hann var orðinn eirðarlaus og óþolinmóður og stöðvaði hina
hægu hreyfingu rólubekkjarins með fætinum eins og til að stöðva
. . . . allt.