Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 113
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 287 Dóra talaði: „Við endurnýjum gamla bæinn, ef þú vilt. Ég veit þar um yndislegan stað fyrir eldstæði, og mamma þín ætlar að gefa okkur gamla, fallega mahogni spilaborðið. Hún hefur verið svo góð og örlát, Treisi, í hverju sem er. Ég skammast mín fyrir að þiggja það, en hún vill láta okkur fá það — amma þín vildi þú fengir það. Hún segir það sé fjaðrarúm í Macon, sem þú eigir. Amma þín vildi þú fengir það líka, og kannski fleira —“ Gamla píanóið í stofunni — þætti gaman að vita, hvar það er niðurkomið, og hvað eiginlega varð af því. Maður fór þangað stund- um og lagði vangann upp að því — maður faldi sig þar stundum — og Mammí gamla fann mann þar og tók mann í fangið, og gerði tæpitungu í gegnum skemmdar tennurnar. — Mammí gamla, mað- ur hafði ekki séð hana árum saman — maður hlýtur að hafa verið skrýtið lítið flón — ærslabelgur. „Og ég veit þú vilt það. Við eigum þá fallega gamla jörð. Þú mundir kunna vel við það.“ Hann stöðvaði rólubekkinn. „Mundir þú kannski ekki kunna vel við það? Það verður gam- an að eiga okkar eigin bústað, okkar eigin hluti. Ég hef alltaf ver- ið svo hneigð fyrir að safna allrahanda gömlu —“ Drottinn minn, já! Eiga sína eigin hluti — eiga það sem er í kringum mann — „Treisi — hvað gengur að þér? Þú hlustar ekki.“ „Fyrirgefðu, elskan, ég er að hlusta.“ Hann sneri sér við, leit á stúlkuna við hlið sér í rólubekknum, snerti hár hennar, greip hönd hennar. „Við verðum að ná í hringinn þinn á morgun. Eða eigum við að senda til Atlanta eða New York eftir fallegri hring? Kannski ættum við að gera það.“ Hann var búinn að taka utan um þrjá fingur hennar og fitlaði mjúklega við nöglina. „Það verð- ur enginn hægðarleikur að finna nógu góðan.“ „En ég er búin að finna einn, sem er mátulegur. Hjá Fergson.“ Treisi hló. „Að hverju ertu að hlæja?“ Já, að hverju ertu að hlæja! „Æ, ég veit það ekki. Gamli refur- inn hefur líklega geymt hann handa okkur.“ Dóra brosti. „Kannski. Hann er þar að minnsta kosti. Ég hef oft
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.