Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 113
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
287
Dóra talaði: „Við endurnýjum gamla bæinn, ef þú vilt. Ég veit
þar um yndislegan stað fyrir eldstæði, og mamma þín ætlar að gefa
okkur gamla, fallega mahogni spilaborðið. Hún hefur verið svo góð
og örlát, Treisi, í hverju sem er. Ég skammast mín fyrir að þiggja
það, en hún vill láta okkur fá það — amma þín vildi þú fengir það.
Hún segir það sé fjaðrarúm í Macon, sem þú eigir. Amma þín
vildi þú fengir það líka, og kannski fleira —“
Gamla píanóið í stofunni — þætti gaman að vita, hvar það er
niðurkomið, og hvað eiginlega varð af því. Maður fór þangað stund-
um og lagði vangann upp að því — maður faldi sig þar stundum —
og Mammí gamla fann mann þar og tók mann í fangið, og gerði
tæpitungu í gegnum skemmdar tennurnar. — Mammí gamla, mað-
ur hafði ekki séð hana árum saman — maður hlýtur að hafa verið
skrýtið lítið flón — ærslabelgur.
„Og ég veit þú vilt það. Við eigum þá fallega gamla jörð. Þú
mundir kunna vel við það.“
Hann stöðvaði rólubekkinn.
„Mundir þú kannski ekki kunna vel við það? Það verður gam-
an að eiga okkar eigin bústað, okkar eigin hluti. Ég hef alltaf ver-
ið svo hneigð fyrir að safna allrahanda gömlu —“
Drottinn minn, já! Eiga sína eigin hluti — eiga það sem er í
kringum mann —
„Treisi — hvað gengur að þér? Þú hlustar ekki.“
„Fyrirgefðu, elskan, ég er að hlusta.“ Hann sneri sér við, leit á
stúlkuna við hlið sér í rólubekknum, snerti hár hennar, greip
hönd hennar. „Við verðum að ná í hringinn þinn á morgun. Eða
eigum við að senda til Atlanta eða New York eftir fallegri hring?
Kannski ættum við að gera það.“ Hann var búinn að taka utan
um þrjá fingur hennar og fitlaði mjúklega við nöglina. „Það verð-
ur enginn hægðarleikur að finna nógu góðan.“
„En ég er búin að finna einn, sem er mátulegur. Hjá Fergson.“
Treisi hló.
„Að hverju ertu að hlæja?“
Já, að hverju ertu að hlæja! „Æ, ég veit það ekki. Gamli refur-
inn hefur líklega geymt hann handa okkur.“
Dóra brosti. „Kannski. Hann er þar að minnsta kosti. Ég hef oft