Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Qupperneq 117
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
291
sem — Jæja, hún átti þá, og það yrði engin þraut fyrir hana að
lána honum. Maður fær þá að láni hjá henni, horgar það einhvern-
tíma .... Hún hafði komið þessu af stað .... alveg eins gott hún
sæi, hvað úr því yrði.
Treisi hló, strauk lófanum yfir andlitið, andvarpaði. Alveg eins
gott að fara inn .... ljúka því.
Hann kastaði sígarettunni.
Einn . .. .tveir .... þrír .... fjórir .... snú. Einn .... tveir
.... þrír .... fjórir .... snú. Einn ....
Guð minn góður! Hvað hafði komið honum til að hugsa um
þetta? Þegar öllu var á botninn hvolft, hafði hann ekki gert neitt
glæpsamlegt, aldrei verið í tukthúsi — aldrei drepið mann —
aldrei rænt banka. Hversvegna allt þetta umstang? Hvað hafði
hann eiginlega gert núna, sem hafði ætlað að ríða móður hans að
fullu? Pabbi talaði um það um daginn og horfði á hann, eins og
þetta væri allt honum að kenna. Mamma hans — að reyna allt
þetta. Maðui gæti haldið af tali þeirra, að hann hefði eytt ævinni í
að gera henni lífið óbærilegt, einmitt þegar hún var að komast úr
barneign. Hversvegna í andskotanum allt þetta rósamál? Hversvegna
kemur það ekki til manns og segir hvað það meinar?
Æ . . . . maður æsir sig upp út af engu. Pabbi meinti kannski
ekkert með spaugi sínu.
Það væri bezt fyrir hann að fara inn núna og tala við mömmu,
áður en hún slekkur hjá sér. Útkljá allt á morgun. Gleymt og graf-
ið. Hann fleygði sígarettunni, steig ofan á hana, fór inn.
Treisi drap á dyrnar, opnaði þær hægt.
Móðir hans var að greiða sér.
„Má ég koma innfyrir?“
Holdugur, hvítur handleggur hennar hreyfðist fram og aftur í
skugganum, gráblá ermin á sloppnum hennar féll niður fyrir oln-
bogann. Föt mömmu voru nákvæmlega rétt valin. íburðarlaus. Rétt
valin. Gaman að vita, hvernig Dóra mundi velja sín. Allrahanda
leggingar. Já, hún mundi vera með allrahanda leggingar.
„Pabbi úti?“
„Hjá henni frú Reid gömlu.“
Það er gott. Þægilegra að tala hér en niðri. „Heldurðu ekki hann