Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 118

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 118
292 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR muni'gefa henni dálítið aukreitis í skammtinum einhverja nóttina? Henni fyndist það ekki skrýtið.“ Hún brosti, hélt áfram að greiða sér. Hárið á henni, sem hafði verið þykkt og ljóst, var orðið grátt og þunnt og styttra. Þegar hann horfði á hana, fannst honum hann hafa verið vanur að greiða henni, þegar hann var lítill. Hann mundi ennþá, hvernig honum var innanbrjósts þá. En þetta hlaut að vera hugarburður. Hjá greiðunni lá hártöng. Hún hafði verið að plokka hárin úr fæð- ingarblettinum við vörina. Gott að hún var ekki að því núna. Hon- um leið illa að sjá hana kippa þannig í sjálfa sig. Hættulegt. Hafði heyrt pabba segja henni aftur og aftur, að það væri hættulegt. Hún hafði borið krem á hálsinn á sér, og þegar hún hreyfði handlegg- inn, gljáði á hrukkurnar í húðinni, þegar ljósið skein á hana. A hverju kvöldi lagði hún á sig þessa sömu hreinsun og fegrun lík- amans og gerði hann eins aðlaðandi og hún gat. Spaugilegt. Einu sinni hafði hann heyrt Harríet Harris segja, að móðir hennar eyddi klukkutíma í að búa sig undir að ganga til hvílu. Vegna hvers gerðu þær það? Á hverju áttu þær von í rúminu? Ekki neinu. „Þú skilur,“ hafði Harríet sagt eins og hún væri dálítið kennd, þó hún væri það ekki. „Þegar haustar, hverfa fuglarnir til suðurs. Kyn- ferði konunnar yfirgefur sínar gömlu slóðir og flytur sig upp í andlitið.“ Þau hlógu — allir þessir unglingar virtust þekkja svo margt og töluðu svo opinskátt um það, sem þau vissu eða vissu ekki. Þannig hafði hann hugsað, þegar hann fór heim frá Frakk- landi. Dottí, eldri en þessi ungæðislegi hópur, hafði sagt á leið- inni heim: „Þú mátt ekki hafa rangar hugmyndir um Harríet. Hún er bara svo kjaftfor, meinar ekki það, sem hún segir.“ „0, hún er ágæt,“ sagði hann og hló. „Ekkert athugavert við Harríet, nema hún tekur eftir of mörgu.“ „Að hverju ertu að hlæja,“ spurði móðir hans og brosti. Hann brosti til hennar. „0, ég held það sé af því mér líður svo vel.“ Hann sat á bríkinni á stól föður síns. Hún var að tína hárin úr burstanum og fleygði þeim í bréfa- körfuna. Flóki af gulgráum hárum. Gömul. Hún var að verða göm- ul. Og líf hennar hafði ekki verið hamingjusamt — þetta er það minnsta, sem maður getur gert, — kannski þætti henni gaman að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.