Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 125
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
299
Þau héldu áfram, Nonní á undan honum. Nú voru þau við kofa-
dyrnar. Nonní horfði á hann eins og hún þekkti hann ekki.
„Óvænt, Treisi?“
„Vertu viss. Náði þér, sko. Náði þér. Náði þér. Sko.“
Hún horfði á hann andartak, sagði mjög hljóðlega: „Við skulum
setjast hérna á tröjipurnar og tala saman. Það er svo heitt.“
„Hættu að tala svona. Heldurðu þú getir látið eins og hvít slúlka,
huh? Nei, læt þig ekki ganga á það lagið. Hefur leikið þetta bragð
við mig alltaf hingað til, er það ekki? Þokkalegt — huh — komið
öllum til að hlæja að mér — komið öllum til að hlæja, heyrirðu?
Komið öllum helvítis bænum til að hlæja sig vitlausan — þú —“
„Treisi —“
„Er búinn að koma mér í mjúkinn. Þú ert negri — já — negri.
Það er sko það. Það er sko það, sem ég þurfti — allt sem ég hef
þurft — allir segja ég þurfi meiri andskotans lygi.“
Stúlkan starði á hann. Föl. Starði agndofa. ,,Við skulum snúa
við. Þú ert ekki með sjálfum þér. Við skulum fara. Við skulum
snúa við —“ sagði það eins og hún kynni ekki önnur orð.
„Ekki með sjálfum mér? Gæti verið þú þekktir mig ekki — mig
— hvaða negrastelpa þekkir mig?“
„Ég er farin. Þegar þér er batnað —“
„Nei, nei. Síðan hvenær? Síðan hvenær? Skilurðu. Ég hef erindi
hingað — fer ekki fyrr en því er lokið. Þú veizt það! Fer ekki fyrr
en ég — Komdu. Sýndu mér — þú veizt — sýndu mér strax!“
Hann hafði dregið hana inn í kofann, og þau stóðu rétt innan við
dyrnar, andspænis hvort öðru. Nonní færði sig ekki til hans.
„F^rðu í andskota — þegar ég tala, þá — ég — ég — Komdu
hér!“ Nonní hafði ekki hreyft sig. Nú gekk hún til hans, lagði
höndina á öxl hans, horfði framan í hann. „Treisi.... þau....
þau skrökva — þú átt ekki að hlusta á þau, þegar þau tala — þú
átt ekki að trúa þeim — Við skulum fara út — við skulum ganga
og spjalla —“
„Spjalla — djöfulinn að spjalla. Farðu í andskota. Kom hér ekki
til að spjalla.“
„Þú ert þreyttur. Þau hafa gert svo mikið —“
„Þreyttur! Taktu höndina af öxlinni á mér. Hvað þú —“ Allt í