Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 127

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 127
UMSAGNIR UM BÆKUR Tímatal og öskulög TEFROKRONOLOGISKAR STUDIER PÁ IS- LAND. Þjórsárdalur och dess Förödelse. Av Sig- urdur Thorarinsson. — Akademisk Avhandling. I Tejrokronologi er nýtt orð í máli vísindanna og merkir tímatal, sem styðst við öskulög eða eldfjallasands í jörðu. Þetta viðfangsefni hefur Sigurður Þór- arinsson, jarðfræðingur, valið sér fyrstur manna og ritað um bók þá, er að ofan getur, en hún er doktorsritgerð hans. Svo er mál með vexti, að í sögu jarðarinnar er tímasetning örðug, enda all- mjög á reiki, og hafa fræðimenn ]jví Ieitað ýmissa úrræða til þess að finna henni fastan stað. Það er eitt þessara ráða að telja árlög í jökulleir, og hafa menn komizt með því móti um 15000 ár aftur í tímann. Annað er það að telja árhringa í risafurum og öðrum stórviðum vestur í Ameríku, en sum þessi tré voru til fyrir Krists burð. Þá hafa menn rannsakað plöntufrjó, sem geymzt hefur í mýrum eða öðrum jarðvegi, en það helzt óskemmt um óra- langan aldur. Allar þessar aðferðir tengja menn svo við tímatal mannkyns- sögunnar svo langt sem það nær, og nota þær, eina eða fleiri, eftir því sem unnt er eða bezt hentar á hverjum stað. Á þennan hátt hefur tekizt að afla merkilegrar fræðslu ekki aðeins um áratal og alda, heldur og um loftslag og gróðurfar fyrri tíða, þar sem fornaldarfræðin á óðul sín. II Sigurður Þórarinsson stundaði háskólanám í Stokkhólmi. Þar komst hann snemma í kynni við hinar nýju tímatalsrannsóknir, því að svo bar við, að í hópi kennara hans voru nokkrir helztu frömuðir þeirra, heimsfrægir menn. Lærði Sigurður frjógreiningu til hlítar og hugðist að nota hana síðar meir hér heima. En á sumrin kom hann oftast út, ferðaðist um landið og safnaði sér efniviði til vetrarins, meðal annars frjóvi. — Eitt árið unnu þeir saman að jarðvegsrannsóknum, Hákon Rjarnason og hann. Varð þeim þá ljóst, að nota mætti öskulögin í íslenzkum jarðvegi til ýmissa ákvarðana um aldur hans og afstöðu, einkum hin hvítu eða Ijósgráu lög, sem hér eru víðast í jörðu, eitt eða tvö. — Héldu þeir nú athugunum sínum áfram næstu árin og skýrðu frá þeim í ræðu og riti. — Árið 1939 var gerður hingað mikill leiðangur fornleifafræðinga á Norðurlöndum til þess að rannsaka bæjarrústirnar í Þjórs- árdal, og hafði Matthías Þórðarson þar mestar forsagnir. Sigurður var ráðu- nautur leiðangursmanna um jarðfræði, og fékk hann nú forkunnargott tæki-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.