Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 127
UMSAGNIR UM BÆKUR
Tímatal og öskulög
TEFROKRONOLOGISKAR STUDIER PÁ IS-
LAND. Þjórsárdalur och dess Förödelse. Av Sig-
urdur Thorarinsson. — Akademisk Avhandling.
I
Tejrokronologi er nýtt orð í máli vísindanna og merkir tímatal, sem styðst
við öskulög eða eldfjallasands í jörðu. Þetta viðfangsefni hefur Sigurður Þór-
arinsson, jarðfræðingur, valið sér fyrstur manna og ritað um bók þá, er að
ofan getur, en hún er doktorsritgerð hans.
Svo er mál með vexti, að í sögu jarðarinnar er tímasetning örðug, enda all-
mjög á reiki, og hafa fræðimenn ]jví Ieitað ýmissa úrræða til þess að finna
henni fastan stað. Það er eitt þessara ráða að telja árlög í jökulleir, og hafa
menn komizt með því móti um 15000 ár aftur í tímann. Annað er það að
telja árhringa í risafurum og öðrum stórviðum vestur í Ameríku, en sum
þessi tré voru til fyrir Krists burð. Þá hafa menn rannsakað plöntufrjó, sem
geymzt hefur í mýrum eða öðrum jarðvegi, en það helzt óskemmt um óra-
langan aldur. Allar þessar aðferðir tengja menn svo við tímatal mannkyns-
sögunnar svo langt sem það nær, og nota þær, eina eða fleiri, eftir því sem
unnt er eða bezt hentar á hverjum stað. Á þennan hátt hefur tekizt að afla
merkilegrar fræðslu ekki aðeins um áratal og alda, heldur og um loftslag og
gróðurfar fyrri tíða, þar sem fornaldarfræðin á óðul sín.
II
Sigurður Þórarinsson stundaði háskólanám í Stokkhólmi. Þar komst hann
snemma í kynni við hinar nýju tímatalsrannsóknir, því að svo bar við, að í
hópi kennara hans voru nokkrir helztu frömuðir þeirra, heimsfrægir menn.
Lærði Sigurður frjógreiningu til hlítar og hugðist að nota hana síðar meir
hér heima. En á sumrin kom hann oftast út, ferðaðist um landið og safnaði
sér efniviði til vetrarins, meðal annars frjóvi. — Eitt árið unnu þeir saman
að jarðvegsrannsóknum, Hákon Rjarnason og hann. Varð þeim þá ljóst, að
nota mætti öskulögin í íslenzkum jarðvegi til ýmissa ákvarðana um aldur hans
og afstöðu, einkum hin hvítu eða Ijósgráu lög, sem hér eru víðast í jörðu,
eitt eða tvö. — Héldu þeir nú athugunum sínum áfram næstu árin og skýrðu
frá þeim í ræðu og riti. — Árið 1939 var gerður hingað mikill leiðangur
fornleifafræðinga á Norðurlöndum til þess að rannsaka bæjarrústirnar í Þjórs-
árdal, og hafði Matthías Þórðarson þar mestar forsagnir. Sigurður var ráðu-
nautur leiðangursmanna um jarðfræði, og fékk hann nú forkunnargott tæki-