Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 128

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 128
302 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR færi til þess að gefa sig við öskurannsóknum sínum, enda lét hann það ekki ónotað. Hélt hann utan um haustið með mikil rannsóknarefni, er hann vann úr til hlítar. Síðan ætlaði hann að líverfa heim næsta vor, að minnsta kosti um sinn, en þá lokuðust leiðirnar, eins og kunnugt er. Þess skal getið, að ekki ætlaði Sigurður í upphafi að semja doktorsritgerð sína um þetta öskutímatal, heldur um jöklana á Islandi, eðli þeirra, sögu og áhrif á þjóðina. Var hann korninn vel á veg með rannsóknir og rit um þetta, en varð að hætta í bráð vegna þess, að uppdrættir og aðrar heimildir, er hann þurfti nauðsynlega, fengust hvorki héðan að heiman né frá Höfn, þar sem Þjóðverjinn réð. — Ekki lét hann þetta þó á sig fá, heldur tók til á nýjan leik við tímatalsrannsóknir sínar og lauk doktorsritgerðinni á furðulega skömmum tíma. Hún er því nteð nokkrum hætti ástandsbarn, en hvergi kennir þess. III Doktorsritgerð Sigurðar Þórarinssonar ber vott um mikinn lærdóm og leikni í meðferð heimilda. Efnið er víða til fengið, og virðist höfundurinn þaulkunn- ugur íslenzkum annálum sem nýjustu jarðfræðiritum á erlendum tungum. Ritgerðin skiptist í allmarga kafla, sem virðast sundurleitir nokkuð við fyrstu sýn, en orka þó allir í þá átt að skýra viðfangsefnið sjálft. Fyrst er inngangur- inn, þar sem höfundur lýsir tímatalsrannsóknum jarðfræðinga almennt og markmiði öskurannsókna sinna sérstaklega. Þá kemur annar aðalkafli ritsins, sem fjallar um eyðingu Þjórsárdals (60 bls.). Er þar fyrst sögð saga dalsins, en síðan lýst rannsóknum höfundar á jarðvegi þar og öskulögum. Loks eru færð að því gild rök, að þessi fagra sveit hafi eyðst í hinu mikla Ileklugosi árið 1300. — í næsta kafla segir frá eðli öskunnar og gerð, efna- og litrófs- greiningu hennar, áhrifum veðráttu á öskufall, og er Oskjugosið mikla árið 1875 tekið sem dæmi um þetta, en þá barst askan á 11 stundum frá Dyngju- fjöllum til Noregs. Margt fleira er rakið í þessum kafla, og er hann gagn- merkur. — Þessu næst kemur svo hinn síðari meginkafli bókarinnar, og ræðir þar um rannsóknir á jarðyrkju hér til forna. Frjógreiningar höfundar hafa leitt það í Ijós, sem ætla mátti, að í þann mund, er Þjórsárdalur byggðist, hefur skógurinn eyðst, en grasgróður aukizt að því skapi, enda virðast fom- menn hafa kostað kapps um að eyða skóginn ekki aðeins með brandi, heldur og með báli. Síðan virðast þeir hafa tekið til við kornyrkjuna og ræktað bygg mest, en auk þess hafra, einkum í fyrstu. Einkennilegt er það, að þarnaídalnum fannst frjó af tveim plöntum, sem ekki vaxa þar nú né annars staðar á land- inu. En báðar voru þær notaðar til ölgerðar, og er því líklegt, að þær hafi verið ræktaðar hér til forna. — I síðasta kaflanum segir höfundurinn svo frá þeim ummerkjum, er hann fann um eyðingu skóga með eldi, en um öll Norð- urlönd tíðkaðist það áður fyrr, að menn brenndu mörkina, er þeir þurftu að auka út akra sína eða tún. Hér hefur verið stiklað á stóru um efni þessarar bókar, enda ekki annars kostur. Þó munu menn sjá, að það kemur víða niður og tekur mjög til sögu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.