Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Blaðsíða 130
304
TÍMARIT MÁLS OG MENNINCAR
minnstan þátt í að slípa og móta ritmál þjóðarinnar og ruddi þannig braut
hinum miklu fornbókmenntum. Ennfremur átti það fyrir þessari bókmennta-
grein að liggja að verða fyrirmynd sams konar bókmennta innlendra, þegar
tímar liðu, og þjóðin hafði eignazt sína eigin dýrlinga, og jarteiknabækur
þeirra voru skráðar.
Þegar hinar íslenzku jarteiknabækur eru frá skildar, hafa þessar bók-
menntir verið svo að segja alveg ókunnar öllum almenningi hér á landi. Mestur
hluti þeirra (helgisögurnar) var gefinn út í Noregi á síðari hluta nítjándu
aldarinnar af C. R. Unger, og Hugo Gering gaf „ævintýrin" út nokkru seinna
suður í Þýzkalandi, en engar þessara hóka hafa náð neinni útbreiðslu á Islandi.
Fyrir jólin í vetur sendi hókaútgáfan Heimskringla frá sér úrval þessara
sagna, sem dr. Einar 01. Sveinsson, háskólabókavörður, hefur valið. Bók þessa
nefnir hann Leit eg suður til landa, og má vafalaust skoða hana að öðrum
þræðinum sem framhald af úrvali hans úr íslenzkum þjóðkvæðum, sem kom
út fyrir nokkru. Bókin hefst á forspjalli um sögur þessar almennt, og er það
hið greinabezta sem vænta mátti. Að forspjallinu loknu hefst bókin sjálf á
„ævintýrunum“. Þá tekur við úrval úr Strengleikjum, en það eru fornar norsk-
ar þýðingar á frönskum söguljóðum (lais), en þau hárust hingað frá Eng-
landi, enda ort þar að nokkru af hinum frönsku sigurvegurum. Þeim, sem
þessar línur ritar, hefði þótt skemmtilegra, að Strengleikarnir hefðu verið
felldir niður úr þessari bók, en að hann hefði mátt eiga þeirra von síðar í
upphafi að úrvali Einars Ól. Sveinssonar af riddara- og kappasögum. Loks
lýkur bókinni með helgisögum, fyrst hinum útlendu og þá hinum innlendu'
jarteiknasögum um hina helgu biskupa, Guðmund, Þorlák og Jón.
Þó að mikill hluti þessara sagna sé af erlendum stofni og víða komi þeim
föng, hafa þær þó haft harla mikla þýðingu fyrir íslenzka menningarsögu.
Aður hefur verið drepið á þátt þeirra í skiipun ritmálsins. En auk þess sýna
þær okkur inn í hugmyndahéim síns tíma: menningu, andleg viðfangsefni
manna og trúarskoðanir. Innlendu sögurnar gefa okkur ennfremur töluverða
innsýn í daglegt líf og störf manna. Mér er nær að halda, að all-ískyggileg
eyða væri í þekkingu okkar á þessum tímum, ef helgisagnanna, jafnt hinna
erlendu, nyti ekki við, og að fræðimenn eigi þó flest óunnið á því sviði. Eng-
inn efast um, að trúfræði Passíusálmanna hafi haft sín áhrif hér á landi, þó
að síra llallgrímur liti suður til landa eftir svo að segja öllum efnivið hennar,
svo að tekið sé alkunnugt dæmi frá síðari tímum. Islendingum hefur um of
hætt til þess að líta á sögu sína og hókmenntir sem óháð og einskorðað fyrir-
hrigði. Hinar fornu helgisagnir hafa goldið þess, og er tími til kominn, að
þeim sé skipaður sá sess, sem þeim her.
Sem vænta mátti hefur dr. Einari tekizt valið prýðilega, og frágangur hókar-
innar er góður. Loks má geta þess, að hana prýða nokkrar myndir eftir frú
Barhöru Moray Williams Arnason, en ekki finnst mér þær hafa tekizt eins vel
og margar aðrar hókaskreytingar hennar.
Haraldur Sigurðsson.