Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 134

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 134
308 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR höfðu verið á hvers manns vörum í nærri hálfa öld. Beint eða óbeint var hann talinn til þjóðskálda, sem löngum hefur verið mesta og eina viðurkenningin, sem íslenzku skáldi gat hlotnazt. Það var því hið mesta vandaverk, sem lá fyrir Jóni Olafssyni að gefa þessi kvæði svo út, að skáldið biði ekki tjón af. Jóni virðist ekki hafa verið þessi vandi fyllilega Ijós, því að hann valdi þann kost- inn að gefa út hverja vísu, sem skáldið hafði ort og ekki var týnd. Ekki raðaði hann heldur kvæðunum eftir efni. aldri né á neinn annan hátt. Hinurn ólíkustu kvæðum og vísum var hrúgað saman á sömu blaðsíðuna. Af kvæðasafni þessu komu út tvö bindi, þriðja bindinu var lofað, en það kom aldrei. Eins og vænta mátti, beið Páll hið mesta afhroð við þessa meðferð, enda mundi það hafa riðið hverjum meðalmanni að fullu, eins og stundum hefur brunnið við, þegar kvæði og vísur hagyrðinga bafa verið prentuð. I vor sendi bókaútgáfan Helgafell frá sér nýja útgáfu af Ljóðmælum Páls Olafssonar í útgáfu Gunnars Gunnarssonar, skálds. Gunnari er ljóst, í hverju hinni eldri útgáfu var áfátt, enda hafði hann víti hennar til varnaðar. Hann skilur aðstöðu Páls á skáldaþingi Jslendinga til fullnustu, veit, eins og hann segir sjálfur, að „Páll var einmitt talandi skáld, ljóð hans bundin við andar- dráttinn, loft og tungu — útiljóð, ort á faraldsfæti og munu því allajafna fara betur í munni en á bók. Pappír og prentsverta er slíkum ljóðum fjandsamleg." Gunnar tekur þann kostinn að velja úr og raða, enda er stórum meiri reisn á kvæðunum nú, þegar allur sorinn hefur verið skilinn eftir. Þætti mér ekki ósennilegt, að Páli hlotnaðist aftur það sæti, sem hann skipaði fyrir fimmtíu árum, að vera glaðastur allra íslenzkra skálda, og víst munu ýmsar af gaman- vísum hans og kvæðum eiga sér langt líf fyrir hendi. Framan við kvæðin er allýtarlegur inngangur eftir Gunnar Gunnarsson, þar sem hann segir ævisögu skáldsins og skipar honurn á bekk meðal íslenzkra skálda. Ritgerð Gunnars er sem vænta mátti góð, það sem hún nær, enda hefur hann haft að heimildarmönnum ýmsa þá, sem þekktu Pál vel á efri árum hans. Þó hefur honum ekki heppnazt að gera myndina nógu glögga, svo að lesandinn sjái Pál ljóslifandi fyrir framan sig, að lestrinum loknum. Eins og áður var getið, lofaði Jón Olafsson þriðja heftinu af kvæðum Páls. Hvar þau kvæði eru niðurkomin veit ég ekki, en ekkert þeirra hefur verið tekið í þetta safn. Væri ekki vanþörf á, að Gunnar tæki sig tiL og athugaði þessi kvæði, veldi úr þeim og gæfi það út ásamt dálitlu úrvali af bréfum Páls í óbundnu máli. Það gæti orðið skemmtileg viðbót. Frá hendi útgefandans, bókaútgáfunnar Helgafells, hefur ekkert verið spar- að, til þess að gera bókina sem bezt úr garði, enda er hún með fallegri bókum, sem komu út á árinu. Haraldur Sigurðsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.