Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 136
310
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Glitra daggir, grær íold
Margit Söderholm: GLITRA DAGGIR, GRÆR
FOLD. Konráð Vilhjálmsson þýddi. Bókaútgáfan
Norðri, Akureyri 1944, 528 bls.
Þessi langa skáldsaga hlaut hvorki meira né minna en 25000 króna bók-
menntaverðlaun í Svíþjóð árið 1943. Slík viðurkenning gæti í fljótu bragði
virzt örugg trygging fyrir því, að hér væri um tiltölulega merka bók að ræða
eða sæmilega hlutgenga að minnsta kosti, og er sízt undrunarefni, þótt ís-
lenzkir útgefendur fengju skjótt augastað á henni. En reynslan hefur þráfald-
lega sýnt, að verðlaunuð skáldrit er ætíð ráðlegast að lesa með nokkrum fyrir-
vara og gæta þeim mun fyllri varúðar sem verðlaunin eru hærri og auglýsing-
arnar stóryrtari. Eg ímynda mér líka, að sérhver meðalgreindur bóklesandi
með óblindaða dómgreind þurfi ekki að hafa lokið við marga kafla í þessari
sögu til að komast að raun um, að hún er alls ekki virðulegt skáldverk og
stendur hvorki undir verðlaunum sínum né auglýsingum. Höfundur hennar,
ung kona, kotroskin og lagleg á myndum, hefur áreiðanlega gert sér far um að
skilja til hlítar brautargengi Dags í Bjarnardal og Á hverfanda hveli, en jafn-
framt kappkostað að sneiða sem fimlegast fram hjá hinum veigamestu list-
rænu kröfum og lögmálum við samningu verksins. Hins vegar verður því ekki
neitað, að matreiðslan ber töluverðum hagleik vitni, enda allt borið á borð,
sem getur kitlað og lokkað vanþroskaðan eða öfugsnúinn bókmenntasmekk:
úrelt og fáránleg rómantík, hæfilega grunnar og opinskáar ástalýsingar, stór-
býlaskvaldur og óðalsprédikanir, ofurlítið af hlóðs og moldar þrugli, sálfræði-
leg þekking tveimur öldum á eftir tímanum og háspenntur yfirborðsstíll, sem
er að vísu dálítið fjörugur á sprettum, en óttalega leiðigjarn og formlaus. Það
þarf ekki að taka fram, að höfundurinn kemst hvergi í kallfæri við almenn
vandamál og þaðan af síður harmleik núlifandi kynslóðar, en auk þess hefur
honum algerlega misheppnazt að galdra inn í frásögnina ófalsaða, sannróman-
tíska töfra eða ljóðræna fegurð; og yfirleitt má segja, að þrátt fyrir allt tildrið
og uppskrýfingarstandið örli mjög sjaldan á skáldlegum hæfileikum á þessum
528 þéttletruðu og stóru blaðsíðum. Mér var fyrst í stað hulin ráðgáta, livers
vegna sagan hafði hlotið 25000 króna bókmenntaverðlaun í forlagssamkeppni,
en við nánari umhugsun minntist ég þess, að hún var einmitt samin, prentuð,
verðlaunuð og lofsungin á því tímabili, þegar Svíar lögðu hvað mest kapp á
að lýsa yfir hlutleysi sínu og ráku samtímis hina arðvænlegustu hergagna-
verzlun við Þjóðverja. Það er andleg þjónkun, smámennska og niðurlæging
kúluleguáranna í Svíþjóð, sem átt hefur drýgstan þátt í stundargengi þessa
gagnómerka reyfaradoðrants.
Um þýðinguna þarf ekki að fjölyrða; hún er stórgallalítil málfræðilega, en
öll morandi af smekkleysum og langsóttri tilgerð, bæði um orðaval og setn-
ingaskipun. Eg er hræddur um, að þýðandinn hefði neyðzt til að vanda sig
betur og hafa fyllra gát á blekaustrinum, ef hann hefði tekið til meðferðar