Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Blaðsíða 136

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Blaðsíða 136
310 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Glitra daggir, grær íold Margit Söderholm: GLITRA DAGGIR, GRÆR FOLD. Konráð Vilhjálmsson þýddi. Bókaútgáfan Norðri, Akureyri 1944, 528 bls. Þessi langa skáldsaga hlaut hvorki meira né minna en 25000 króna bók- menntaverðlaun í Svíþjóð árið 1943. Slík viðurkenning gæti í fljótu bragði virzt örugg trygging fyrir því, að hér væri um tiltölulega merka bók að ræða eða sæmilega hlutgenga að minnsta kosti, og er sízt undrunarefni, þótt ís- lenzkir útgefendur fengju skjótt augastað á henni. En reynslan hefur þráfald- lega sýnt, að verðlaunuð skáldrit er ætíð ráðlegast að lesa með nokkrum fyrir- vara og gæta þeim mun fyllri varúðar sem verðlaunin eru hærri og auglýsing- arnar stóryrtari. Eg ímynda mér líka, að sérhver meðalgreindur bóklesandi með óblindaða dómgreind þurfi ekki að hafa lokið við marga kafla í þessari sögu til að komast að raun um, að hún er alls ekki virðulegt skáldverk og stendur hvorki undir verðlaunum sínum né auglýsingum. Höfundur hennar, ung kona, kotroskin og lagleg á myndum, hefur áreiðanlega gert sér far um að skilja til hlítar brautargengi Dags í Bjarnardal og Á hverfanda hveli, en jafn- framt kappkostað að sneiða sem fimlegast fram hjá hinum veigamestu list- rænu kröfum og lögmálum við samningu verksins. Hins vegar verður því ekki neitað, að matreiðslan ber töluverðum hagleik vitni, enda allt borið á borð, sem getur kitlað og lokkað vanþroskaðan eða öfugsnúinn bókmenntasmekk: úrelt og fáránleg rómantík, hæfilega grunnar og opinskáar ástalýsingar, stór- býlaskvaldur og óðalsprédikanir, ofurlítið af hlóðs og moldar þrugli, sálfræði- leg þekking tveimur öldum á eftir tímanum og háspenntur yfirborðsstíll, sem er að vísu dálítið fjörugur á sprettum, en óttalega leiðigjarn og formlaus. Það þarf ekki að taka fram, að höfundurinn kemst hvergi í kallfæri við almenn vandamál og þaðan af síður harmleik núlifandi kynslóðar, en auk þess hefur honum algerlega misheppnazt að galdra inn í frásögnina ófalsaða, sannróman- tíska töfra eða ljóðræna fegurð; og yfirleitt má segja, að þrátt fyrir allt tildrið og uppskrýfingarstandið örli mjög sjaldan á skáldlegum hæfileikum á þessum 528 þéttletruðu og stóru blaðsíðum. Mér var fyrst í stað hulin ráðgáta, livers vegna sagan hafði hlotið 25000 króna bókmenntaverðlaun í forlagssamkeppni, en við nánari umhugsun minntist ég þess, að hún var einmitt samin, prentuð, verðlaunuð og lofsungin á því tímabili, þegar Svíar lögðu hvað mest kapp á að lýsa yfir hlutleysi sínu og ráku samtímis hina arðvænlegustu hergagna- verzlun við Þjóðverja. Það er andleg þjónkun, smámennska og niðurlæging kúluleguáranna í Svíþjóð, sem átt hefur drýgstan þátt í stundargengi þessa gagnómerka reyfaradoðrants. Um þýðinguna þarf ekki að fjölyrða; hún er stórgallalítil málfræðilega, en öll morandi af smekkleysum og langsóttri tilgerð, bæði um orðaval og setn- ingaskipun. Eg er hræddur um, að þýðandinn hefði neyðzt til að vanda sig betur og hafa fyllra gát á blekaustrinum, ef hann hefði tekið til meðferðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.