Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 5
JÓHANNES ÚR KÖTLUM:
KLIÐHENDA
Til minningar
um
Sigurð Thorlacius
Hljóður varð ég, sem heyrði blaeinn segja
hvarf þitt úr leiknum mitt í sumarskini:
ler nú að verða íátt um kæra vini,
íorsæla í dal og nokkur raun að þreyja.
Svo var það líka okkar fagra eyja,
— öll hennar grös og lömb og börn á vori:
hver mun nú fremstur leita að litlu spori,
lyfta undir þrá, er hærra vill sig teygja.
vaka yfir þeim, sem hnuggnum kolli hneigja,
hugljúfur bera, þegar styttir daginn.
ilminn úr sjálfu Búlandsnesi í bæinn.
brákaðan reyr mót nýju ljósi sveigja?
Höfugar daggir brúði þína beygja,
bregður nú húmi á glókollana þína.
Eitt er þó víst: að æskan þekkir sína.
Áfram mun hún þitt stríð til sigurs heyja.
Gullhamrar yfir góðum manni þegja,
— grætur í hjarta lítil rós úr blóði.
Líf þitt var stef úr Islands unga ljóði,
ástríkur tónn, sem skírðist við að deyja.