Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 15
NÁTTÚRUSKOÐARINN OG SKÁLDIÐ
195
En eftirmælin eftir Jón Kærnested, vin sinn, endar hann svo:
Slokknaði fagnrt listaljós.
. Snjókólgudaga hríðir harðar
til heljar draga blómann jarðar.
Fyrst deyr í haga rauðust rós.
Veizlukvæðum og vinaminnum er eins farið að Jtessu leyti. Þau
hefjast með náttúrulýsingum, til dæmis hin alkunnu söngljóð:
Þú stóðst á tindi Heklu hám.
Nú er vetur úr bæ.
Enn eru þó ótalin náttúrukvæðin sjálf, sem svo eru kölluð: Gunnars-
hólmi, Víti, Fremri Námur, Fjallið Skjaldbreiður, Dalvísa, Hulduljóð
og fleiri. Þessi kvæði eru landslagsmyndir, eins konar orðamálverk,
að minnsta kosti öðrum þræði. Margar þessara mynda eru stórbrotn-
ar, flestar fagrar, en allar íslenzkar og sannar. Jónas þekkti landið
svo vel, að hann þurfti ekki á erlendu litskrúði að halda til þess að
rnála þær. Og hann hafði öðlazt svo traustan skilning á tengslum
þess við þjóðina, að hann fann þar ærin yrkisefni. Ljóð hans öll eru
runninn upp af íslenzkri mold, yfir þeim hvelfist hár og bjartur him-
inn landsins, daggir þess glitra þar á hverju strái, söngur þess kveð-
ur við í hverjum mó. — Og ást hans á náttúrunni er svo rík, að
hann gleymir ekki flóatetrinu, heldur tekur hann þetta olbogabarn í
vinahópinn sinn, setur það á bekk með berjalaut og smáragrund og
gæðir það eilífu lífi. Ekkert sýnir betur en þetta samúð hans og sam-
kennd með öllu því, sem er.
Jónas Hallgrímsson er rödd heiðríkjunnar, hinnar hvítu heiðríkju
íslenzkra sumardaga. Og guðirnir gáfu honum það, að hann varð
ókvæða, þegar honum var þungt í skapi eða angursamt. En þegar
degi hans sjálfs tekur að halla, er sem hinni fyrri glaðbirtu bregði
nokkuð og andsvöl útræna læðist inn í Ijóð hans frá einhverjum
endalausum lognsæ.
Svo rís ura aldir árið hvert um sig
eilífðar lítið blóra í skini hreinu.
Mér er það svo sem ekki neitt í neinu,
því tíminn vill ei tengja sig við mig.