Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 15

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 15
NÁTTÚRUSKOÐARINN OG SKÁLDIÐ 195 En eftirmælin eftir Jón Kærnested, vin sinn, endar hann svo: Slokknaði fagnrt listaljós. . Snjókólgudaga hríðir harðar til heljar draga blómann jarðar. Fyrst deyr í haga rauðust rós. Veizlukvæðum og vinaminnum er eins farið að Jtessu leyti. Þau hefjast með náttúrulýsingum, til dæmis hin alkunnu söngljóð: Þú stóðst á tindi Heklu hám. Nú er vetur úr bæ. Enn eru þó ótalin náttúrukvæðin sjálf, sem svo eru kölluð: Gunnars- hólmi, Víti, Fremri Námur, Fjallið Skjaldbreiður, Dalvísa, Hulduljóð og fleiri. Þessi kvæði eru landslagsmyndir, eins konar orðamálverk, að minnsta kosti öðrum þræði. Margar þessara mynda eru stórbrotn- ar, flestar fagrar, en allar íslenzkar og sannar. Jónas þekkti landið svo vel, að hann þurfti ekki á erlendu litskrúði að halda til þess að rnála þær. Og hann hafði öðlazt svo traustan skilning á tengslum þess við þjóðina, að hann fann þar ærin yrkisefni. Ljóð hans öll eru runninn upp af íslenzkri mold, yfir þeim hvelfist hár og bjartur him- inn landsins, daggir þess glitra þar á hverju strái, söngur þess kveð- ur við í hverjum mó. — Og ást hans á náttúrunni er svo rík, að hann gleymir ekki flóatetrinu, heldur tekur hann þetta olbogabarn í vinahópinn sinn, setur það á bekk með berjalaut og smáragrund og gæðir það eilífu lífi. Ekkert sýnir betur en þetta samúð hans og sam- kennd með öllu því, sem er. Jónas Hallgrímsson er rödd heiðríkjunnar, hinnar hvítu heiðríkju íslenzkra sumardaga. Og guðirnir gáfu honum það, að hann varð ókvæða, þegar honum var þungt í skapi eða angursamt. En þegar degi hans sjálfs tekur að halla, er sem hinni fyrri glaðbirtu bregði nokkuð og andsvöl útræna læðist inn í Ijóð hans frá einhverjum endalausum lognsæ. Svo rís ura aldir árið hvert um sig eilífðar lítið blóra í skini hreinu. Mér er það svo sem ekki neitt í neinu, því tíminn vill ei tengja sig við mig.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.