Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 25
VERKEFNI ÍSLENZKRA FRÆÐA 205 eftir því handriti sem upphaflegast reynist, en afbrigði hinna, smá og stór, mikilvæg og lítilvæg, tilgreind neðanmáls. Slík útgáfa er oft næsta ólæsileg þeim sem ekki eru slíku vanir, en hún getur ein- att orðið lykill að margvíslegri vitneskju um verkið og sögu þess; í henni er, ef vel tekst til, þjappað saman kjarna alls þess fróðleiks sem sjálf handritin geta veitt. Upp úr undirstöðuútgáfu má síðan gera lestrarútgáfu, þar sem megináherzlan er lögð á texta sem góð- ur sé aflestrar, oft með einhverjum skýringum neðanmáls, líkt og gert er í fornritaútgáfunni. Það hefur sýnt sig hvað eftir annað að ekkert verk svarar betur kostnaði en vandlega undirbúin og traust undirstöðuútgáfa. Þess eru mörg dæmi að veilur í slíkum útgáfum hafa dregið á eftir sér heila dilka alls konar misskilnings og vitleysu, sem stundum hefur orðið að verja til heilum bókum að ryðja burt. En undirstöðuút- gáfa er því aðeins fullgild að útgefandi hafi kannað til hlítar öll handritatilföngin, hvort heldur þau eru smá eða stór, og gert sér svo fullkomlega ljóst sem unnt er hvernig uppskriftir hafi æxlazl hver af annari, áður en hann velji þær úr sem eitthvert gagn sé í. Þetta er bæði seinlegt og þreytandi, en með öllu óhj ákvæmilegt, eigi niðurstaðan að standa föst. Það er margreynt að ekki fer vel að ætla að stytta sér leið. Betri er krókur en kelda. Mikill hluti fornbókmenntanna er til í undirstöðuútgáfum, en mjög eru þær misjafnar að vandvirkni og gæðum. Þessi starfsemi hefur að mestu leyti farið fram í Danmörku, eins og von er til, af því að þar er þorri handritanna niðurkominn og gamlar stofnanir sem kosta slíkar útgáfur; en íslenzkir menn hafa sífellt verið þar að verki jafnfætis eða framar öðrum. Sum íslenzk fornrit hafa verið gefin út í Osló. Aftur liefur Reykjavík aldrei látið neitt til sín taka á þessu sviði, og gæti þó sómt sér vel að hún væri þar ekki alveg aðgerðalaus. En þegar til síðari alda kemur, getur höfuðstaður Islands þó miklu síður hliðrað sér hjá að bera mestan þungann. Enn er, svo sem áður var getið, fjöldi óprentaðra ritverka frá þessum tímum lil í handritum, rímnaflokkar svo hundruðum skiptir, kvæði í þús- undum eða víst frekar í tugum þúsunda, og margt annað. Það er algerlega vonlaust eins og nú standa sakir að fá ljóst yfirlit um allt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.