Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 29
VERKEFNI ÍSLENZKRA FRÆÐA 209 hólminn kemur. Hvert eiga þessir menn að sækja sér fróðleik og efnivið í tilsögnina? Hvar eru bækurnar sem þeir ættu að geta vísað nemendum sínum á til aukins lærdóms? Engin málfræði er til handa íslendingum þar sem leiðir séu raktar frá hinu lifandi máli og skyggnzt sé að verulegu marki út fyrir takmörk beygingastaglsins. Um hljóðfræði máls vors og framburð hefur margt verið ritað, en aldrei frá sjónarmiði íslenzkra notenda. Sérkenni tungu vorrar, staða hennar í bálki frændmála sinna, örlög hennar á ýmsum öldum, — um allt þetta og fjölmargt annað sem íslenzkukennari þyrfti jafn- an að hafa á hraðbergi hefur næsta fátt verið skrifað og sízt við íslenzkra lesenda hæfi. Þó þætti mér líklegt að ekkert af þessu sé svo bagalegt sem orðabókaskorturinn. Það er auðvitað mikil stoð að eiga rækilega íslenzka orðabók yfir nútíðarmálið með þýðingum á dönsku, en íslenzk orðabók til notkunar við íslenzkar námsstofnanir ætti að vera með allt öðru sniði. I slíkri hók væri þýðingum á er- lenda tungu að sjálfsögðu ofaukið. Markmið hennar ætti að vera að hjálpa til við lestur íslenzks máls frá öllum öldum, ekki sízt forn- málsins, og í annan stað að vera athvarf og nægtabúr þeim sem vildu vanda mál sitt og heyja sér orðaforða. Þar yrðu líka að vera leiðbeiningar um orð sem skylt þykir að varast í sómasamlegri ís- lenzku. Skýringar algengra orða mætti einalt spara, en hins vegar þyrfti að vera gnægð dæma um notkun orðanna í margvíslegum samböndum, og framar öllu ríflegar tilvísanir til annarra or“a og orðatiltækja skyldrar merkingar. Sá sem fletti t. d. upp á reiðast ætti að geta fundið þar hvernig þetta hugtak yrði orðað á fleiri vegu; mér sinnast, mér þykir, mér rennur í skap, þykknar í mér, sígur í mig. . . Það væri áreiðanlega hyggilegra að spara heldur nokkur íslenzkukennaralaun í fáein ár en að láta dragast lengur að sjá kenn- urum og nemendum fyrir svo bráðnauðsynlegu hagræði. Orðabók sem þessa mætti að miklu leyti semja upp úr þeim verkum sem til eru fyrir, auðvitað ekki gallalausa, en sú frumsmíð ætti þá í því sam- merkt við aðrar að hún stæði til bóta. Því að yrði svona orðabók einu sinni til, gæti enginn málnotandi látið sér til hugar koma að vera án hennar, og hún yrði sífellt endurnýjuð. Þess er skylt að geta Háskóla íslands til sæmdar að hann mun hafa átt að því upptökin _að ráðizt yrði í að taka saman mikla vís- 14
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.