Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 47
ÞÝÐING í ÓBUNDIÐ MÁL
Norska skáldið ARNULF 0V ERLAND jlutti kvœðið hér að
jraman við setningu háskólans í Osló 2. sept. í haust.
Hliðin eru aítur opin að þessu heilaga húsi! Brjóst vor hefjast við hátíða-
braginn og lofgerðarhljóminn. Loftið er þrungið loforðum, himinninn hár af
vonum, aftur eru hugirnir opnir, opnir orðsins skírn.
Heilagur, heilagur er sannleikurinn, og frómhjartaður sá er leitar í eigin
huga sínum, í hverfulu hjómi, eða í eilífð stjörnudjúpsins.
Myrkur var dagurinn. Vér byrgðum gluggana, vér skriðum í jörð niður, vér
földum oss. Oss var boðið að drekka úr eitruðum brunni; og hver sá sem
neitaði því hlaut hlekki að launum.
Tryggð vor varðaði við lög, oss var varnað má!s; en lygin kyrkti sjálfa sig
og er ekki lengur. Finndu, hvílík hamingja það er að mega anda frjáls, finndu
hve lífið er orðið hreint og tálmunarlaust! Og í dag hefur þú eignazt það!
Hliðin standa aftur opin, í dag erum vér komin heim. Vér gleymum ekki þeim
sem féllu í stríði fólksins. En einmitt vegna þess að vér gáfumst ekki upp í
myrkrinu, þorum vér að horfa fram!
Æska, gakktu inn! Ennþá einu sinni getur þú fylkt þér um kennarastólinn.
Vér höfum endurheimt það ljós sem aldrei skal verða byrgt framar, hversu
miklar fórnir sem það kann að kosta, og hvað sem verða kann.
Vér þurfum ekki lengur að fálma í blindni, ekki lengur að byggja á kvik-
syndi. — Að loka augunum fyrir þekkingunni er dauðasynd.
En að varðveita svo hugsan sína, að hún sé vakandi, hrein og sönn, það er
hymingarsteinn í voru heilaga húsi.
Æska! hingað átt þú að sækja dýrasta arfahlut þinn; en sál sína finnur
engin þjóð nema með heiðarlegri baráttu. Það er of lítilmótlegt, of auðvelt
að vingsa hreykinn silkiskúfnum, hér er enginn kaupangur andríkra refja, hér
verður engum þolað að hafa svik í frammi.
Það er innsti kjarni þinnar eigin veru, sem þú átt að verja. Hjarta þitt á
einnig að vera heilagur staður, því að það á að vera heimkynni réttsýni og
kærleika.
Enn að nýju eru hliðin opin frjálsum, eldlegum hugsunum. Þær eiga ekki að
þekkja ótta, ekki takmörk. Bjart á að vera yfir Noregi! Lífsafl andans eitt
getur tengt oss saman í algeru frelsi. Þess vegna á það að vera starf vort og
það markmið er oss ber að keppa að framar öllu: að Noregur lifi, þróist og
eflist í ljósi sannleikans!