Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 49

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 49
GRAFIÐ LJÓÐ 229 sem varð að liggja í þessu rúmgóða, loftræsta sjúkraherbergi, þar sem hvít gluggatjöld, er minntu á líkklæði, byrgðu glugga. — Drif- hvítt rúmlín, borð með glerplötu við höfðalag rúmsins, hitamælir í glasi, litlar flöskur með meðulum, mæliglas fyrir inntökur, sjúkra- dæld og stundaklukka, sem á hverri sekúndu virtist geta hætt til- gangi sínum og breytzt í legstein. Og við yfirbragð þessarar full- komnu sjúkrastofu bættist kyrrð, sem boðaði hina eilífu þögn graf- arinnar. — Heiðarleikans vegna verð ég þó að geta þess, að ég var grjóthraustur, þegar ég gerði þennan samanburð. Ég settist á stól, með stálgrind og harðri setu, hjá rúmi sjúklings- ins, þegar hin nunnuklædda hjúkrunarkona var farin út úr herberg- inu óg búin að loka dyrunum með þeirri hægð, sem gefur hverjum sjúklingi til kynna, að hið minnsta, eðlilega hljóð mundi ganga af honum dauðum. Hún gleymdi ekki að líta fyrirlitlega á mig og áminna sjúklinginn um að tala ekki mikið. Hún kunni rítúal dauðans upp á sína tíu fingur, ella mundi frúin aldrei hafa hleypt henni inn fyrir dyr hins deyjandi manns. Hann var kominn hátt á sjötugs aldur, og ég undraðist, að hreysti hans skyldi að lokum láta undan einum litlum krabba í magaopinu, þar sem hún hafði staðið af sér í hartnær hálfa öld griparma ofríkis og reglugerða frúarinnar. Ég þekki þá þessa griparma. Ég var einu sinni um skeið til húsa hjá þessum heiðurshjónum frjálsrar verzl- unar, en heilsa mín er ekki merkilegri en svo, að ég mundi hafa orðið skammlífur, ef ég hefði ekki slitið mig burt þaðan, þótt ég sæi ekki fram á annað en ég yrði að hætta námi fyrir tiltækið, því að húsnæðið og fæðið var ókeypis. Gustukaverk, sem ég átti móður minni að þakka, en kemur ekki við þessa sögu. En þessi gernýti kaupsýslumaður kom mér fyllilega á óvart þá, með því að greiða fyrir mig húsaleigu og fæði á öðrum stað í bæn- um. Hvernig honum hefur lekizt að dylja hina alvitru þess, hefur verið ein af lífsgátum mínum, svo og hvaða dularfull rök réðu gerðuni hans í því efni. Eftir samtal okkar á dauðastund hans hefur þó rofað ögn fyrir skilningi mínum á fyrirbærinu. Mörg ár voru liðin, síðan ég hafði haft nokkurt samneyti við þetta fólk. Aðeins örsjaldan hafði ég í svip hitt þennan nafntogaða kaupsýslumann, sem hjálpaði mér í erfiðleikum námsáranna; því
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.