Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 65
GÍSLI BRYNJÓLFSSON 245 sér í fylkingu. Hann ætlar þá auðsjáanlega að fylgja foringjanum í frelsisbaráttunni, ekki til að draga úr sókninni og deyfa eggjarn- ar, heldur sem eldhuginn, er brýnir til dáða. Kvæðið ber þó með sér, að Gísli gerði sér þess fulla grein, livað slík barátta mundi kosta. Honum var það ljóst, að menn yrðu að fórna ævilöngu starfi fyrir málstaðinn, án annarra launa en þeirra að hafa unnið ættjörð sinni gagn og lagt hönd að því að leysa hana úr viðjum. En slíkt taldi Gísli þá beztu launin. Því kvað hann um mennina, sem hníga að velli í baráttunni án þess að hafa séð inn í fyrirheitna landið: „Þeim frói von sú, fögur og traust, þeir falla aldrei' notalaust.“ Þegar Gísli kom aftur til Kaupmannahafnar úr íslandsferðinni haustið 1847, voru ýmsar blikur á lofti. Alþýða manna var víðast hvar orðin þreytt á óstjórn þeirri, sem ríkt hafði viða um lönd á undanförnum árum. Andrúmsloftið á meginlandi Evrópu var ekki ólíkt því, sem stundum er á undan þrumuveðri. Allir finna, að eitt- hvað nýtt og magni þrungið liggur í loftinu og getur dunið yfir, þegar minnst varir. Þessu lýsir Gísli svo: „Atað er kyn og óhreint blóð, í ánauð lýðir stynja, þrungin eitri þokuslóð -— þruma verður að dynja. Vaknið því úr doða-dúr, dróttir orkuvana! Þvætti burtu skrugguskúr skömm og harðstjórana! Þruman kom. Óveðrið skall yfir. Tuttugasta og þriðja dag febrú- armánaðar 1848 hófst uppreisn í Parísarborg, og næstu daga var barizt látlaust á götunum. Byltingarmenn báru sigur úr býtum í viðureigninni. Konungur varð að flýja land og lýðveldi var sett á stofn. Að vísu tókst alþýðu manna ekki að færa sér þessa sigra í nyt nema að litlu leyti. En þrátt fyrir það hafði byltingaraldan hin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.