Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Síða 66
246
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
geysilegustu áhrif. Jarðvegurinn var vel plægður. Vestur á írlandi,
suður í Ungverjalandi og austur í Póllandi geisaði hinn sterki
stormur frelsisbaráttunnar. Jafnvel í Danaveldi, þar sem lognmollan
liafði legið yfir öllu andlegu lífi, gætti þessarar róttæku hreyfingar.
Margir góðir menn og gegnir vöknuðu ýmist til hálfs eða fulls úr
dvalanum, og þjóðin öll tók mikinn fjörkipp. Þó mun fáum hafa
verið slíkur eldur í skapi í löndum Danakonungs sem Gísla Brynj-
ólfssyni. Hann yrkir hvert kvæðið á fætur öðru til að gefa hugsun-
um sínum og geðhrifum útrás. Honum virðist svo sem nú sé dóms-
dagur kominn. Tímar harðstjórnar og kúgunar séu á enda, en öld
réttlætis og frelsis að renna upp yfir gjörvallt mannkyn. Einna stærst
í sniðum þessara kvæSa eru Bjarkamál hin nýju. Þar segir svo:
Nú er stund og nú er dagur,
nýr í austri morgunn skín,
unaðsgeislinn æskufagur,
af hans völdum myrkriS dvín!
Hinum unga lútið ljóma
lotning með í árdagskyrrð,
því liann brátt með skuldar skjóma
skína mun í allri dýrð.
Vaki lýðir, vekur alla
von um frelsis morgunstund!
Sko, hve brýzt um brúnir fjalla
bjarminn yfir roðna grund!
HeyriS lúður hátt nú gellur,
hamast skepna í jötunmóð,
því að allt hið forna fellur
feigðar sitt í eigið blóð.
Nógu lengi öðrum unnuð
undir hörðum þrælageir,
móti vörn ei veita kunnuð.
Vopnin yðar deyfðu þeir.