Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 85
FRÁ HEIMSRÁÐSTEFNU VERKALÝÐSFÉLAGANNA
265
inni og almenningi. Áhrifamönnum ráðstefnunnar var veitt opin-
ber móttaka af konungi í Buckingham-höll. Churchill forsætisráS-
herra, sem ekki var heirna um þetta leyti — staddur suöur á Krím
— sendi ráðstefnunni heillaskeyti. Attlee varaforsætisráðherra hélt
ræðu við setningu ráðstefnunnar. Bevin atvinnumálaráðherra tal-
aði við hádegisverð, sem fulltrúunum var hoðið í.
Fjöldi félaga og stofnana óskaði eftir að komast í samband við
heimsráðstefnu verkalýðsfélaganna. Móttökur í heiðursskyni voru
haldnar hjá borgarstjóra Lundúnaborgar, hjá félagi erlendra blaða-
manna, hjá ýmsum verkalýðsfélögum og sendiherrum o. s. frv. Þessi
boð voru hluti af vinnudegi fulltrúanna: Kvölds og morgna —
venjuleg fundarstörf á ráðstefnunni, nefndarstörf og umræður um
ályktanir o. s. frv. og svo „heimboð“ klukkan sex eða sjö, þ. e.
tveggja eða þriggja klukkustunda fjörugar viðræður í samkomusal
á einhverju hóteli við hið sundurleitasta fólk. í þessum boðum og
einnig í göngum fundarhússins milli þingfunda ræddu sovétfulltrú-
arnir við verkalýðsfulltrúa frá öðrum löndum, stofnuðu til kunn-
ingsskapar og styrktu gömul kynni.
Meðal þeirra, sem höfðu boð inni fyrir fulltrúa heimsráöstefn-
unnar, var kaþólski erkibiskupinn af Westminster. Það var haldið í
hinum víðu salarkynnum hallar hans. Konur úr Sverði andans og
Kaþólsku einingunni báru á borð te og þunnar samlokur í bóka-
safni erkibiskups, en veggir þess voru þaktir latneskum bókum frá
gólfi til lofts. I samkvæmissalnum, sem var með spegilfögru tígla-
gólfi og veggi þakta stórum brjóstmyndum, hélt erkihiskupinn ræðu
frá dálitlum ræðustól, klæddur skarlatsmöttli með kniplingakraga.
I ræðu sinni hét hann á verkalýðsfélögin — að skipta sér ekki af
pólitík!
„Verkamenn og atvinnurekendur,“ sagði hann, „verða að vinna
saman í samræmi við almenningsheill. Verkalýðsfélög mega ekki
verða verkfæri í hendi stjórnmálaflokks eða láta ríkið ná tökum á
sér.“
Það kom samt brátt í ljós, að erkibiskupinn áskildi sjálfum sér
rétt til að fást við stjórnmál. Eins og kunnugt er gagnrýndu nokk-
ur ensk dagblöð ræðu hans harðlega fyrir hina neikvæðu afstöðu
hans til samþykkta Krímráðstefnunnar tim Póllandsmálin og andúð