Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 91

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 91
FELULEIKUR OG STAÐREYNDIR 271 ánægða með að vera menn og halda á lofti sjónarmiðum mann- kynsins“. Eg ímynda mér, að fæstir muni telja framangreind við- skipti við hryllilegasta afbrotalýð síðari alda svo fögur og háleit, að hægt sé að nefna þau kinnroðalaust í sömu andránni og sjónar- mið mannkynsins. Ég skal ekki neita því, að Svíar létu stundum sendiherra sinn í Berlin fara í sparifötin, setja hvítt um hálsinn, taka upp betri lonnétturnar og ganga síðan á fund einhvers gálgameistar- ans, hneigja sig fyrir honum af mikilli kurteisi og tilkynna, að þeir mótmæltu harðlega þessu eða hinu glæpaverkinu; en slíkt er ill- kleift að tengja við sjónarmið mannkynsins, því að sú persóna mun hafa verið vandfundin á jörðinni, sem tók mótmælin alvarlega, enda streymdi járnmálmurinn, kúlulegurnar og fleira dót til Þýzkalands eftir sem áður. Sömuleiðis var varla hægt að kalla jiað hetjulega þjónustu við réttlæti og siðmenningu að láta milljón manna her, feitan og pattaralegan, halda áfram að æfa sig í hressandi göngu- ferðum og snúningum til hægri og vinstri á síðustu misserum styrj- aldarinnar, þegar norska Jjjóðin varð að þola J)yngri búsifjar en nokkru sinni fyrr af hálfu hinna örvilnuðu spellvirkja. Ég man ekki betur en lögleg stjórnarvöld Norðmanna hafi farið þess á leit við Svía síðastliðinn vetur, að þeir skærust í leikinn, en það var allt til einskis. Svo virðulega héldu þeir á lofti sjónarmiðum mannkynsins. Herra Peter segir, „að það hafi vanalega ekki verið talið til glæpamennsku að verzla við ríki, sem á í styrjöld. En synd sú, sem Svíar hafa gerzt sekir um, er í því fólgin, að þeir hafa verzlað við Þýzkaland. Og þetta er syndin gegn heilögum anda, syndin sem aldrei verður fyrirgefin. Þeirrar misgjörðar á að vitja á sænsku þjóðinni í þriðja og fjórða lið.“ Ég ætla að leyfa mér að vona, að ég þurfi ekki að biðja neinn afsökunar, þó að mér veitist örðugt að botna í þessuin orðum sendikennarans. En samkvæmt hljóðan J)eirra mætti ætla, að hann sæi engan siðferðilegan greinarmun á styrjald- araðilunum eða markmiðum þeirra og bardagaaðferðum, en legði mjög að líku málstað nazista og Bandamanna. Slíkan rugling álít ég ekki svaraverðan, né heldur samboðinn menntuðum og heilbrigð- um manni, sem hlýtur að bera virðingu fyrir einföldustu og sjálf- sögðustu lögmálum frelsis og réttlætis. Ég tel nægilegt að minna hann á fangabúðir og aftökur Þjóðverja uin gervalla álfuna, til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.