Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 94
BJÖRN FRANZSON: Nýjúngar í tækni og vísindum HAGNÝTINGKJARNORKUNNAR Fáar fregnir hafa vakið meiri athygli meðal alls almennings en fregnin um kjarnorkusprengjuna. Hinn 6. ágúst í sumar var tilkynnt, að bandarísk flugvél hefði þá um nóttina varpað slíkri sprengju á japönsku borgina Hirosjima. Það fylgdi fregninni, að sprengja þessi hefði sprengimagn, sem væri 2000-falt sprengimagn stærstu tundur- sprengju, er notuð hefur verið í þessari styrjöld, en Bretar munu hafa varpað nokkrum slíkum sprengjum á Þýzkaland í stríðslokin. Einnig er þess getið til samanburðar, að eyðileggingarmáttur þess- arar nýju sprengju, sem er raunar tiltölulega smá, sé eins mikill og 20 000 lesta af sterkustu sprengiefnum, sem þekkzt hafa til þessa. Menn hugsi sér sextán skip á stærð við Eimskipafélagsskipið Gull- foss, sem allir kannast við, fullhlaðin sprengiefni, og allur sá farm- ur spryngi í loft upp í sama vetfangi. Með því móli má gera sér nokkra hugmynd um þau ósköp, sem dunið hafa yfir hina japönsku borg. Um það hefur ekkert verið birt ennþá, hvernig farið er að því að hagnýta kjarnorku frumeindanna til að framleiða þennan geysilega sprengikraft. En líklegast má telja, að hér sé að ræða um beint fram- hald þeirra tilrauna, sem farið var að gera um þetta víða um lönd þegar fyrir styrjöldina. Til þeirra tilrauna var notað tæki það, sem nefnist kjarnkljúfur, á erlendum málum cyclotron, og hafði reynzt allra tækja áhrifamest um það að kljúfa kjarna frumeindarinnar. Frumeind er hlutur, sem er svo smár, að fjöldi þeirra í einum ten- ingssentímetra af venjulegri lofttegund nemur 27 trilljónum, það er að segja, maður væri billjón ár að telja þær allar, þótt liann teldi dag og nótt, eina á sekúndu hverri. Þessum hlut er oft í alþýðlegu máli líkt við sólkerfi, þar sem frumeindarkjarninn svarar til sólar- innar, en rafeindirnar, sem sagt er, að umhverfis hann sveimi, svara
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.