Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Síða 96
276
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
radíminu,* eru hvergi nærri nógu orkumiklir til þess. Nú eru agnir
þessar raímagnaðar, eins og eölisfræöingum er kunnugt, og því er
hægt að auka hraða þeirra meö því aö láta rafmagnskraft verka á
þær. Sé segulkrafíur jafnframt látinn verka á þær með sérstökum
hætti, er hægt að láta þær breyta stefnu í sífellu, þannig aö þær fari
eftir sístækkandi hringbrautum meö æ vaxandi hraða. Lokahraði
þessara efniseinda og þar með orka þeirra til að kljúfa frumeindar-
kjarnann er þá undir því kominn, hversu háa rafmagnsspennu takast
má að framleiða til að knýja þær áfram. Þegar hraðinn er orðinn
nógu mikill, eru skeyti þessi látin dynja á frumeindakjörnum þeim,
sem kljúfa skal, og kemur þar helzt til greina sérstök tegund af úran-
ími. Kjarnkljúfurinn eða frumeindabrjóturin)i er nú einmitt tæki
það, sem framleiðir þessa háu rafmagnsspennu, hraðar skeytunum,
eins og þurfa þykir, og beinir þeim að kjörnunum. Sennilega mundi
mönnum þó aldrei takast að koma til leiÖar nógu hárri rafmagns-
spennu til að ná tilganginum, ef hér kæmi ekki fleira til. En það
hefur uppgötvazt, að þessi skothríð á kjarnana, sé hún nógu öflug,
losar úr þeim órafmagnaðar ^máagnir, sem nefndar eru nevtrónur.
Þessar nevtrónur hafa nú einmitt þann hæfileika, er þær eru lausar
við kjarnann, að sundra öðrum kjörnum, og um þetta eru þær miklu
áhrifameiri en hin liraðfleygustu o-skeyti. Hlutverk a-agnanna er
það að brjóta sundur fáeina kjarna og losa þannig um nokkrar
nevtrónur. Nevtrónurnar sundra svo fleiri kjörnum, hver þeirra gef-
ur frá sér nýjar nevtrónur, sem sur.dra svo enn fleiri kjörnum o. s.
frv. Með þessu er fenginn fram nokkurs konar keðjugangur frum-
4 I vísindamáli eru fjölmörg orð, sem hafa latnesku endinguna -íum, eink-
um efnaheiti og þvíumlík hugtök. Flest þessi orð er nær ógerningur að útleggja
á íslcnzku, enda fara þau yfirleitt prýðisvel í málinu að undanteknu þágufalli
og eignarfalli og raunar öllum föllunum, þegar greinir er hafður. Það er t. d.
óhæfa að segja frá radíumi, til radíums, — cða radiumið, um radíumið, frá
radíuminu, til radíumsins. Þetta orð ætti því að beygja þannig: radíum, um
radíum, frá radími, til radíms, — og með greini: radímið, um radímið, frá
radíminu, til radímsins. Eins skyldi farið með orðin magníum, natríum, kalíum,
úraníum og önnur þau, er enda á -íum. Endurbótin er eins einföld og verða
má, ekki fólgin í öðru en því að sleppa u-in.u úr þeim beygingarmyndum, þar
sem það er til óprýði, og er þetta tvímælalaust í fullu samræmi við eðli íslenzk-
unnar.