Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 102

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 102
282 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR En allt um það er þetta einkar geðfelld bók, yfirlætislaus og hlýleg. Bezt hefur höfundinum tekizt upp við kaflana um drenginn. Þeir eru skrifaðir af látlaus- um innileik, og þar nýtur hinn einfaldi stíll höfundarins sín bezt. Frágangur hókarinnar er allur hinn þokkalegasti og prófarkalestur í betra lagi. M. K. Guðmundur Gíslason Hagalín: KONUNGURINN Á KÁLFSKINNI. Nútíðarskáldsaga. Bókfellsút- gáfan h.f. Reykjavík 1945. Guðmundur Hagalín á heimtingu á því að allmiklar kröfur séu gerðar til hóka hans. Sumar af fyrri bókum hans bjuggu honum allháan sess meðal ís- lenzkra rithöfunda. Smásögur hans ýmsar voru sannar og athyglisverðar lýs- ingar á Iífi vestfirzkrar alþýðu. Kristrún í Hamravík var nýstárleg og sérkenni- leg hók, og fyrra bindi Virkra daga var vel skrifað og skemmtilegt. Síðan hefur orðið augljós hnignun, og nú hefur loks keyrt um þverhak með þrem síðustu bókunum. Sannur listamaður heyr stöðugt haráttu til að fullkomna sig og end- urnýja; ef liann leiðist út í að skrifa ómerkar bækur í skjóli þess álits sem hann nýtur, má hann húast við því að hrapa, og fall hans verður þeim mun meira sem hann naut réttmætari vinsælda áður. Það verður ekki annað séð en Guðmundur Hagalín sé nú að gera alvarlegar tilraunir til þess að gera fall sitt sem mest. I seinustu hókum sínum hefur Ilagalín tamið sér stíl sem virðist hafa það eitt hlutverk að gera hækurnar sem lengstar, fylla sem flestar arkir. Síðustu skáldsögur hans hafa í eðli sínu verið smásögur, smásögurnar skrítlur. En þær liafa verið þynntar út með málæði samkvæmt kennisetningunni: „List er það líka og vinna lítið að tæta upp í minna“. Það sem einkennir þennan stíl er langdregin ntælgi, sífelldar innskotssetningar og aukasetningar, endurtekningar, eintöl manna og dýra, húkhljóð, upphrópanir, fúkyrði, klám, dönskuslettur, am- bögur, hálfkaraðar málsgreinar og einstæð fyrirlitning á málfræðilegu sam- hengi. Idér munu verða tilfærð nokkur dæmi urn stíl Hagalíns úr seinustu hók hans. Þar er um auðugan garð að gresja, og mætti taka dærni af hverri einustu hlaðsíðu bókarinnar, en rúmsins vegna verður aðeins tínt til fátt eitt. Einn furðulegasti stílkækur Hagalíns er húkhljóð og upphrópanir. Þessum sérkennilegu sálarlífstáknum er dreift um bókina af óvenjulegu örlæti, og fjöl- breytni þeirra lýsir hugkvæmni sem ætti skilið betra viðfangsefni. Þessi tákn koma ekki aðeins fyrir í samtölum og eintölum sálarinnar, heldur einnig í al- raennum lýsingum, jafnvel veðurfars- og náttúrulýsingum. Mér hefur talizt svo til að í fyrra helmingi bókarinnar, á 255 síðum, séu rúmlega 1400 slík tákn eða að meðaltali 5—6 á hverri síðu. Þessi tala er þó vafalaust of lág því að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.