Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Blaðsíða 31
ANDLEGT FRELSI
21
Með því að hlynna að þeim kröftum, sem í orði og verki vilja
rýmka lýðræðið og efla frelsið. Og jafnframt verðum við að berjast
fölskvalaust gegn öllum þeim öflum, sem vilja þrengja lýðræðið og
minnka frelsið.
Þetta er eini vegurinn til að vernda lýðræði og andlegt frelsi. Annar
er ekki til.
Þess vegna:
Hver sem ekki vinnur í orðum eða gerðum gegn þeim öflum, sem
þrengja lýðrœðið og minnka andlega frelsið, hann segir það ósatt,
ef hann jullyrðir það, að hann unni lýðrœði og andlegu frelsi. Það,
sem hann á við með lýðrœði og andlegu frelsi, hvort sem honum er
það Ijóst eða falið, er ekkert annað en óskorað fielsi hinna fáu á
kostnað hinna mörgu, frelsi til arðráns og auðsöfnunar.
Á þá ekki að berjast á móti sósíalismanum?
Virðist ykkur það? Eigið þið ennþá svona langt í land til að skilja,
hvað sósíalismi er?
Sósíalismi er hið fullkomnasta þjóðfélagsform fyrir andlegu frelsi
og lýðræði, hið fullkomnasta, sem við ennþá þekkjum. Hann er það,
sem prófessor Jörgen Jörgensen kallar breiða lýðræðið. Hitt er þrönga
lýðræðið, „det smalle demokrati“.
Þess vegna ætti hver sá einstaklingur, sem ann andlegu frelsi og lýð-
ræði, að fylgja sósíalismanum óskiptur að málum. Geri hann það ekki,
er hann í hrópandi mótsögn við sjálfan sig, gengur gegnum lífið klofinn
maður, andlega sjúkur maður.
Hvað er það þá, sem nú er að gerast í þjóðmálum heimsins?
Það eru úrslitaátök milli auðvalds og sósíalisma.
Eg er í engum vafa um, hvernig þau átök enda. Fyrir hundruðþús-
undum ára lærðum við að ganga líkamlega uppréttir. En við höfum
ekki ennþá lært að ganga uppréttir andlega. Við erum öll kýttir þrælar.
Nú fyrst erum við að nálgast annað stærsta stökk í þróun mannsins.
Það er engin ástæða til að afskræma sig niður í æsingu eða mann- '
hatur út af þessu. Við höfum aldrei misst jafnvægið fyrir það, að við
hættum að ganga á fjórum fótum, þótt það svipti okkur hinu frjálsa
lífi dýrsins. Við höfum aldrei hatað hver annan fyrir þá sök, að við
hófumst úr Neanderdahnanni upp í aría, þó að það ræki okkur út úr
leigufríum íbúðum innan hellishvelfinga, sem við vorum búnir að