Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Side 138

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Side 138
128 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR og Ásgrímur Jónsson, og þessir málarar eru nú óumdeildir af al- menningi. Síðan hafa margir lagt inn á sömu braut með misjöfnum árangri, en einkum er það viss hópur hinna yngstu manna, sem orðið hefur fyrir nokkru skilningsleysi og jafnvel aðkasti. Þessir ógæfu- sömu málarar eru ýmist kallaðir abstrakt, módernistar eða klessu- málarar. En þar sem ekkert af þessum orðum sýnir fyllilega, hvað um er deilt, verða þau ekki nánar til umræðu hér. Þó mun vera rétt að gera nokkra grein fyrir orðinu abstrakt, sem hefur festst við sum seinustu afbrigði nútíma listar. Abstrakt er dregið af latneska orðinu abstrahere, sem merkir að draga frá, á íslenzku hefur það verið þýtt hugsað, ímyndað, einangrað eða eitthvað slíkt. Abströkt list líkir ekki eftir náttúrunni, en vill tjá abströkt geðhrif með aðstoð abstraktra forma og lita án tengiliðs við ytra borð veruleikans. Listaverkið á ekki að vera eftirlíking neins, heldur samstæð heild, sem lifir í sjálfri sér. Þekktustu brautryðjendur abstraktrar listar eru þeir Kandinsky, Klee, Masson og Miro. Man Ray og Moholy-Nagy hafa gert abstraktar ljósmyndir, svokallað fótógramm, og einnig hafa verið framleiddar abstraktar litkvikmyndir. Þannig er okkur kennt, en allir vita að málverk er hlutrænn, áþreifanlegur veruleiki („con- crete“) hvort sem það er vel eða illa gert, með eða án hlutartákns, og það, sem gefur mynd listrænt gildi, byrjar ávallt þar sem það líka endar, í mannlegri skapandi hugsun og eiginleikum. Mynd er listaverk því aðeins að þessir eiginleikar búi .í hlutrænum veruleika hennar. Sennilega hafa myndir verið gerðar síðan maðurinn varð til, en ef þessa skapandi eiginleika vantar eru þær ekki taldar til listaverka. Þar getur verið urn að ræða eiginleika annars en þess sem mvndina gerði, augljóst getur einnig verið að málarinn hafi fyrst og fremst haft í huga að stæla ytra borð veruleikans, útlínur fjalls eða annars hlutar, og að endurskapa verðmæti sem eru óskyld hlutrænu verðmæti myndarinnar, friðsælan dal, ástfanginn fugl á tjörn, fjall með sæluríkum endur- minningum og góðu veðri, ímynd þess sem er þægilegt eða hetjulegt, verðmæti, sem hafa ekki æðra gildi í málverki en í Ijósmynd. Þeir menn eru til sem halda að á hnignunarskeiði grískrar menningar hafi verið búið að leysa þann vanda, hvernig gera skuli ,,fallega“ mynd. Misskilningurinn hjá þeim er slíku halda fram virðist fólginn í því að þeir álíta að myndlist sé alltaf byggð á sömu forsendum en ekki í tengsl-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.