Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Blaðsíða 23
ANDLEGT FRELSI
13
sósíalistisk lönd eru einu ríki í heimi. sem veita konum algert jafnræði
við karlmenn.
Beatrice Webb hefur ritað langan inngang að síðustu útgáfu bók-
arinnar Soviet Communism, því að maður hennar mun þá hafa verið
látinn. Þar tekur hún þessa spurningu til meðferðar: Er Stalín ein-
ræðisherra (dictator) ?
Hún sýnir fram á með skýrum rökum, að Stalín hafi ekki nokkurn
snefil af einræðisvaldi. Forsætisráðherra Englands og forseta Banda-
ríkjanna sé lagt í hendur meira einræðisvald en Stalín.
Þar næst her hún upp þessa spurningu: Er pólitískt lýðræði í Sovét-
ríkjunum? Henni svarar hún þannig og rökstyður svar sitt ýtarlega:
„Sem svar við annari spurningunni — Er pólitískt lýðræði í USSR?
er það Ijóst, staðfest í stjórnarskrá Sovétríkjasambandsins, eins og hún
var endurskoðuð og í gildi tekin 1936, að í USSR er víðtækasta og
jafnræðislegasta Iýðræði í heimi.“
Jörgen Jörgensen prófessor í heimspeki við háskólann í Kaupmanna-
höfn hefur ritað einkar greinargóða bók um lýðræði. Hún kom út árið
1946 og ber nafnið: Det demokratiske samjund.
Prófessor Jörgensen telur höfuðgreinar lýðræðisins vera fimm: póli-
tískt lýðræði, réttarfarslegt lýðræði, sósíalt lýðræði, menningarlegt
lýðræði og efnalegt lýðræði. Hann sýnir fram á, að efnalega lýðræðið
sé undirstaða allra hinna greina lýðræðisins. Hann segir ennfremur um
efnalega lýðræðið:
,,Að Sovétlýðveldunum undanskildum er efnalegt lýðræði hvergi
innleitt og í engu landi auðæfum jafnar skipt en öðru. Jafnvel í landi
eins og okkar (þ. e. Danmörku) hefur 20% borgaranna eins miklar
tekjur og 80% þeirra, og 2% eiga eins miklar eignir og 98%.“
Meðan nokkrir einstaklingar drottni yfir auðlindum og auðæfum
þjóðfélagsins, verði hinar greiiiar lýðræðisins, það er pólitíska, réttar-
farslega, sósíala og menningarlega lýðræðið mjög af skornum skammti.
Þessu misrétti þegnanna verði ekki kippt í lag, fyrr en búið sé að koma
i kring undirstöðulýðræðinu, það er efnalegu lýðræði.
Prófessor Jörgensen skýrir með táknmynd, hversu langt þessar
fimm megingreinar lýðræðisins eru á veg komnar í Sovétrússlandi og
einu mesta lýðræðisríki auðvaldsheimsins, Danmörku. Prófessorinn
sýnir, að í Sovétrússlandi sé efnalega lýðræðið nálega algert. En