Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Blaðsíða 96
36
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
breyta arfgengi þeirra í ákveðna stefnu með því að skapa ákveðin skil-
yrði á ákveðnu stigi í þróun þeirra.
Þessar kenningar Lýsenkós eru í fullu samræmi við skoðanir rúss-
neska jurtafræðingsins Mitsjúríns, sem áður var nefndur.
Mitsjúrín starfaði mestan hluta ævi sinnar að kynblöndun og á-
græðslu jurta, einkum aldintrjáa.
Þegar árið 1915 hafði Mitsjúrín sýnt með tilraunum að mendels-
lögmálin giltu ekki að jafnaði við kynblöndun jurta, og hélt hann því
jafnvel fram, að þau væru haldlaus með öllu.
Af athugunum sínum og tilraunum dró Mitsjúrín eftirfarandi al-
mennar ályktanir: „Mennirnir hafa á valdi sínu að grípa þannig inn í
þróun hvaða tegundar jurtar eða dýrs sem vera skal, að breyting teg-
undarinnar gerist með auknum hraða og í þá stefnu, sem telst æskileg
eða hagkvæm. Þar með opnast mönnunum víðáttumikið og næsta mik-
ilvægt athafnasvið.“
Ennfremur má minna á einkunnarorð Mitsjúríns, sem voru þessi:
„Við getum ekki beðið eftir því að náttúran rétti okkur gjafir sínar.
Við verðum að knýja hana til að láta þær af hendi.“
IV
Samkvæmt klassísku erfðafræðinni er ættgengi bundið við kjarna
kvnfrumanna, nánar tiltekið krómosómin eða litningana sem hafa að
geyma hina svokölluðu erfðastofna (gen). Menn hafa hugsað sér að
erfðastofnarnir væru efniseindir, ef til vill eggjahvítumólekúl af mis-
munandi gerðum, og talið að þeir ákveði hina ýmsu arfgengu eigin-
leika lífveranna. Raunar er þetta orðað svo að það séu ekki sjálfir eig-
inleikarnir sem ganga í arf, heldur hæfileikinn til að svara þannig
áhrifum umhverfisins að vissir eiginleikar komi fram.
Það er rétt að taka það fram hér að Lýsenkó viðurkennir auðvitað
að litningar séu til, og þeir eru líka sýnilegir í smásjá. Erfðastofnana
viðurkennir hann aftur á móti ekki. Tilvist þeirra hefur ekki heldur
enn verið sönnuð. Erfðastofnakenningin er enn sem komið er aðeins
einföld tilgáta til skýringar á flólcnu fyrirbæri.
'Um litningana segir Lýsenkó að þeir hafi mikilvægu hlutverki að
gegna, en ekki því hlutverki sem „formalistísku“ eða klassísku erfða-
fræðingarnir haldi. Ég hef hvergi rekizt á nákvæma skýringu hjá Lýs-