Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 96

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 96
36 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR breyta arfgengi þeirra í ákveðna stefnu með því að skapa ákveðin skil- yrði á ákveðnu stigi í þróun þeirra. Þessar kenningar Lýsenkós eru í fullu samræmi við skoðanir rúss- neska jurtafræðingsins Mitsjúríns, sem áður var nefndur. Mitsjúrín starfaði mestan hluta ævi sinnar að kynblöndun og á- græðslu jurta, einkum aldintrjáa. Þegar árið 1915 hafði Mitsjúrín sýnt með tilraunum að mendels- lögmálin giltu ekki að jafnaði við kynblöndun jurta, og hélt hann því jafnvel fram, að þau væru haldlaus með öllu. Af athugunum sínum og tilraunum dró Mitsjúrín eftirfarandi al- mennar ályktanir: „Mennirnir hafa á valdi sínu að grípa þannig inn í þróun hvaða tegundar jurtar eða dýrs sem vera skal, að breyting teg- undarinnar gerist með auknum hraða og í þá stefnu, sem telst æskileg eða hagkvæm. Þar með opnast mönnunum víðáttumikið og næsta mik- ilvægt athafnasvið.“ Ennfremur má minna á einkunnarorð Mitsjúríns, sem voru þessi: „Við getum ekki beðið eftir því að náttúran rétti okkur gjafir sínar. Við verðum að knýja hana til að láta þær af hendi.“ IV Samkvæmt klassísku erfðafræðinni er ættgengi bundið við kjarna kvnfrumanna, nánar tiltekið krómosómin eða litningana sem hafa að geyma hina svokölluðu erfðastofna (gen). Menn hafa hugsað sér að erfðastofnarnir væru efniseindir, ef til vill eggjahvítumólekúl af mis- munandi gerðum, og talið að þeir ákveði hina ýmsu arfgengu eigin- leika lífveranna. Raunar er þetta orðað svo að það séu ekki sjálfir eig- inleikarnir sem ganga í arf, heldur hæfileikinn til að svara þannig áhrifum umhverfisins að vissir eiginleikar komi fram. Það er rétt að taka það fram hér að Lýsenkó viðurkennir auðvitað að litningar séu til, og þeir eru líka sýnilegir í smásjá. Erfðastofnana viðurkennir hann aftur á móti ekki. Tilvist þeirra hefur ekki heldur enn verið sönnuð. Erfðastofnakenningin er enn sem komið er aðeins einföld tilgáta til skýringar á flólcnu fyrirbæri. 'Um litningana segir Lýsenkó að þeir hafi mikilvægu hlutverki að gegna, en ekki því hlutverki sem „formalistísku“ eða klassísku erfða- fræðingarnir haldi. Ég hef hvergi rekizt á nákvæma skýringu hjá Lýs-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.