Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Blaðsíða 76
ILJA EHRENBURG: Opið bréf til rithöfunda á Vesturlöndum [Höfundurinn birtir í upphafi bréfsins ávarp það frá friðarráðstefn- unni í Stokkhólmi sem prentað er í grein hér að framan. Síðan heldur hann áfram.] ’ Mikill fjöldi rithöfunda frá öllum löndum hefur þegar skrifað undir þetta ávarp. Eg sný mér til þeirra sem hika, til þeirra sem hvísla að á hak við það leynist pólitísk herbrögð, til þeirra sem leitazt er við að sannfæra um að friðardúfan minni á hestinn fræga frá Trójuborg. Hvers vegna sný ég mér til rithöfundanna? í fyrsta lagi af því að ég er sjálfur ritliöfundur. Eg veit að rithöfundur þekkir gildi undirskriftar sinnar, hann skilur að milljónir lesenda heyra til sín og hlusta á sig, honum er ekki nóg að sjá, held- ur sér hann fyrir, honum er ekki nóg að koma með ummæli og lýsingar, heldur setur liann fram fyrirmæli og lífsreglur, og á herðum hans hvílir geysimikill ábyrgðarþungi. Rithöfundur sem skrifar bók ber ábyrgð á öllum bókum sem skrifaðar hafa verið á undan honum, hann ber ábyrgð á gervöllum bókmenntafjársjóði veraldar, hinum miklu verðmætum fyrri alda. Rithöfundur sem lýsir einfaldri mannlegri ást ber ábyrgð á öllum elskendum veraldar, öllum laufskálum, öllum skemmti- görðum. Rithöfundur sem talar til manna er ábyrgur gagnvart öllum mönnum. Getur rithöfundur nú á tímum þagað, dregið sig í hlé, gleymt bömunum, mann- legri hamingju, gömlum byggingarsteinum, sköpum menningarinnar? Ég sný mér til rithöfundanna af því að sérhverri undirskrift rithöfundar munu fylgja þúsundir undirskrifta lesenda hans. Sumir munu ef til vill halda því fram gegn mér að engin undirskrift geti komið í veg fyrir stríðið, geti varið mann- kynið. Þessi andmæli virðast mér á lélegum rökum reist og ósamboðin rithöfundi. Þeir tímar eru löngu liðnir þegar stríð vom háð af einangruðum stéttarhópum. Ég held ekki að í dag sé hægt að heyja stríð gegn vilja þjóðanna, gegn vilja al- þýðu manna. Undirskriftirnar undir ávarpinu sem fordæmir kjarnorkuvopn era ekki einungis pappírsblöð með upptalningu nafna á Ameríkumönnum og Rússum, Englendingum og Frökkum, Itölum og Pólverjum, Kínverjum og Hindúum. Þess- ar undirskriftir tákna ákvörðun, vilja, eið sem svarinn er af milljónum og aftur milljónum manna. Vér vitum að ýmsir fundir stjómmálamanna sem fram hafa farið allt að þessu hafa ekki leitt til árangurs (ég ætla mér ekki nú að rannsaka liver beri ábyrgð á því). Vér sjáum að ógnun kjarnorkuvopnsins gegn saklausu fólki fer sívaxandi. Vér sjáum að háski sem ekki hefur fyrr átt sinn líka ógnar menningu mannkynsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.