Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 167

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 167
UMSAGNIR UM BÆKUR 157 sínu í þessum þremur bindum eru tíu sögur, sumar þýðingar, aðrar frum- samdar hér á landi. Allar hafa þær verið prentaðar áður, og flestar í und- irstöðuútgáfum. Utgefandinn, Bjarni Vilhjálmsson, hefur tekið þann kost að fara allsstaðar eftir eldri útgáfum, eins þar sem vitað er að þær séu ófull- komnar. Æskilegra væri þó að prenta heldur textann eftir einu sæmilegu handriti — jafnvel þótt ekki sé kostur á neinni handritarannsókn — en að fara eftir útgáfu, sem eins víst er að sé full af villum. Það er ekki ýkja miklu meiri fyrirhöfn fyrir útgefanda, en stórum meiri trygging lesandanum fvrir góðum texta, og auk þess fengur fræðimönnum. Væri. betur að sá hátt- ur yrði á hafður framvegis ef fram- hald verður á þessari útgáfu. Enda er enginn skortur á óprentuðum riddara- sögum sem gaman væri að fá á prent. Utgáfan er hin snotrasta að ytra útliti, en prófarkalestur mætti vera betri, a. m. k. á sumum köflnm. Sam- anburður á víð og dreif við texta sem prentað hefur verið eftir hefur leitt í Ijós að víðast hvar er útgáfan góð, en smávillur koma fyrir öðru hverju. Slæmar villur hef ég ekki rekizt á nema í Bevers sögu (I. bd.). Skulu hér nefnd þaðan fáein dæmi: Bls. 337 1. 8—9, á eftir orðunum „Augun voru stór og svört“, hefur fallið niður: „sem ketil- botn. Tenn hafði hann sem villigölt- ur. Munnurinn var mjög víður,“ — Bls. 375 1. 11, á eftir orðunum „riðu til Munbrak", vantar: „farandi ákaflega báði dag og nótt, þar til er þeir komu í Munbrak". Bls. 316 1. 7 stendur „hann hefir mig hræðilega svikið", á að vera hœðilega. Bls. 362 1. 6 „fjöru- tigi“ les sextigi. — Fleira mætti telja, þó að hér verði staðar numið. Ekki dugir að slaka á vandvirkni þó að um alþýðlega lestrarútgáfu sé að ræða, og í safnriti eins og þessu er hroðvirkni í prófarkalestri óhæf. Utgefandi hefur tekið þann kost að prenta alla textana með nútímastaf- setningu, og sé ég ekkert við það að athuga í útgáfu eins og þessari. Sög- urnar eru mjög misgamlar, svo að eng- in ein samræming fom hefði getað átt vel við alla textana. Vitanlega getur orkað tvímælis um samræmingu vissra crðmynda, og væri æskilegt að íslenzk- ir útgefendur kæmu sér niður á fastari reglur um það efni en hingað til hefur komið í ljós í samræmdum útgáfum. — Orðaskýringar eru við hvert hindi, og þó að þær séu ekki margar, eru þær til mikils stuðnings þeim lesendum sem eru lítt kunnugir þessari grein bókmennta. Framan við fyrsta bindi hefur út- gefandi skrifað stutt en greinargott yfirlit um riddarasögur, og auk þess ritað nokkur orð um hverja sögu, fyrir- myndir hennar og eldri útgáfur. Vonandi verður útgáfunni haldið áfram, því að á þessu sviði er um auð- ugan garð að gresja. Ef íslenzkir les- endur kunna enn að meta riddarasögur ætti að vera vandalaust að margfalda þá bindatölu sem út er komin. J. B. Sigurd Hoel: „A örlagastundu". Þýðendur: L. Jóh. og J. Sig. Prentsmiðja Austurlands. Seyðisfirði 1949. Þegar þjóðir standa andspænis hættu eða tvísýnu, er almennt búizt við, að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.