Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Blaðsíða 133
MYNDLIST
125
stæða vakandi lífs, og viðurstyggð á ferskri tjáningu í listum rökrétt
afleiðing þess ástands sem henni er eiginlegt. Það var hún sem reyndi
að svelta Rembrandt inni. þegar hann málaði sín merkustu verk, en
þykir nu henta að hefja hann til skýjanna ásamt landa hans, Vincent
Van Gogh, sem hún sálgaði fyrir 60 árum síðan. ■—■ Hér á Islandi
hefur þessi tegund gagnrýni, sem fyrir hlálega ráðstöfun forsjónar-
innar fær því að eins notið sín, að í umhverfi hennar sé verið að skapa
það sem hún hatar mest — lífræna' list — verið athafnasömust á
bókmenntasviðinu, þar til á síðustu árum. Lengi var hún á hælum
okkar fremstu rithöfunda eins og t. d. Laxness og Þórbergs, en virðist
nú vera að linast á því að elta þá og snýr sér meira að yngri mynd-
listarmönnum þjóðarinnar.
Fyrir nokkru var ég að blaða í bók sem var gefin út af „Galerie-
Louis Carré“ í París 1945, og rakst á gagnrýni frá dögum impression-
istanna eftir einhvern B. Constant, og þar stóðu þessar línur:
„Þegar öllu er á botninn hvolft, virðist impressionistiska stefnan
vera skóli „snobba“ og guðleysingja, vísvitandi eða óafvitandi erki-
óvina listarinnar. enda eru dagar hennar þegar taldir —.“
Það var ekki um að villast, hvers konar listdómari var hér að verki,
en hvar hafði ég, ekki alls fyrir löngu, lesið eitthvað um myndlist í
islenzku blaði. undarlega áþekkt þessu í anda og blæ? Ég leitaði í
blaðarusli mínu og dró eftir nokkra stund fram grein úr Alþýðublað-
inu eftir Hannes á Horninu. Hún var um Septembersýninguna og þar
stendur m. a.:
„Ég sagði einusinni hér, að þessi affekteraða list væri ekki annað
en fálm örþreyttrar borgarastéttar eftir nýjum nautnum. — Þessi
listastefna (hin abstrakta) er að hrynja um öll lönd ■—“
Var nokkur furða eftir þennan lestur, þó að ég félli í guðspekilegar
hugleiðingar um stund og legði þá spurningu fyrir sjálfan mig, hvort
hinn gamli geðvondi fransmaður sem úthúðaði svo herfilega þeirri
list, sem nú þykir sómi þjóðar hans, hefði af æðri máttarvöldumi
verið dæmdur til að endurholdgast hér norður í höfum, og settur í
það hlutfallslega smáa embætti að berja á nýgræðingi íslenzkrar mynd-
listar? — En væri svo, gaf nánari athugun á hinni frönsku bók og
Alþýðublaðinu helzt til kynna, að Hannes okkar á horninu væri soð-